2.1.2008 | 00:23
Áramótaheit
nei nei nei - ég er ekki ein af þeim sem strengja áramótaheit. það bara hentar mér ekki. Ef ég ætla mér að strengja einhver heit þá geri ég það sama hvað tímanum líður, hvort sem það er mánudagur eða laugardagur og hvort sem klukkan er 9 að morgni eða 22 að kvöldi.
Það eru rosalega margir sem ætla að "hefja nýtt líf" um áramót og búnir að ákveða það löngu fyrirfram, borða minna, hreyfa sig meira, hætta að reykja eða hvað svo sem það er. Ef maður virkilega ætlar sér eitthvað og búinn að taka ákvörðun um það þá byrjar maður strax.
Áramótin hér voru róleg, ( neyddumst til að elda sjálf þar sem tengdó stakk af til útlanda ) Hárgreiðslufrænka var þó sniðug og eldaði ekki neitt, kom í mat til okkar Við höfðum það gott, borðuðum helling, drukkum lítið og skutum upp djöfuldómi af rakettum. Bræðurnir PÍP neyddust til að sjá um það þar sem afi PÍP var í útlöndum
Gestir voru farnir um eitteytið, bræður sofnuðu áður en þeir komust í rúmið og gamla settið var komið í ró stuttu seinna. Það voru líka allir sáttir við að vakna með skýran koll og úthvíldir í morgun.
Dagurinn í dag er svo búinn að vera með rólegasta móti - bræður fóru yfir götuna í heimsókn til skólasystur sinnar - komu stuttu seinna með skólasystur með sér og þau léku sér og spiluðu það sem eftir var dags. Gerðu smá hlé til að snæða nýbakaðar pabbavöfflur og héldu svo áfram að leika sér. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað börnin eru uppspennt og tjúnnuð í desember. En ég hef nú alveg 11 mánuði til að taka á því fyrir næstu jól.
kv húsmóðirin
Bræður alveg búnir á því þegar einn klukkutími var liðinn af 2008
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.