að " afvatnast" og sníkjudagur !

meðferðin " að snúa sólarhringnum við " hjá bræðrum gengur ekki allt of vel og ekki laust við að mömmunni kvíði fyrir því að vekja þá í fyrramálið.    Fyrsti skóladagurinn var í dag - reyndar ekki fyrr en kl 10.  Þótt bræður væru sendir í rúmið kl hálf tíu í gærkvöldi þá voru þeir ekki sofnaðir fyrr en um ellefu.  Voru vaktir fyrir níu í morgun og fannst bara gott að fá hafragraut aftur.  Fyrsti skóladagurinn var skemmtilegur og gaman að hitta kennarann og bekkjarfélagana aftur.    Svo fengu þeir sendingu frá jólasveininum á Kanarí Smile  En konan í skólagæslunni fór á Kanarí og hitti jólasveininn þar sem langaði svona rosalega til að senda krökkunum á Íslandi smá glaðning !  Ekki ónýtt að eiga blýant frá "kanaríska jólasveininum "

Bræður voru sendir í rúmið rúmlega 9 í kvöld en voru ekki sofnaðir fyrr en um hálf ellefu Shocking   Það eru allar afsakanir búnar að heyrast, " ég get ekki sofnað, ég er þyrstur, ég þarf að pissa, augun mín vilja ekki lokast, " og svo framvegis.  Annars kom ný afsökun frá JA en hann gat ekki sofnað af því að" Pó mín  ( tilheyrir Stubbafjölskyldunni) er alltaf að toga í eyrun á mér   Ég átti dálítið bágt með að halda andlitinu Blush

Annars eru þeir bræður yfirleitt góðir að fara að sofa en þegar maður er búinn að vera í næstum 3 vikna fríi og varla nennt úr að leika sér þá er maður ekkert rosalega þreyttur. 

í gær - á þrettándanum - er hefð hér í bæ að börn klæði sig í grímubúning, gangi í hús og biðji um gott í poka.  Bræður tóku þátt í fyrsta skipti í gær og fannst dagurinn ógurlega lengi að líða en það er ekki byrjað fyrr en seinnipartinn.  Loksins varð klukkan fimm og spenntir bræður í kuldagalla með skrímslagrímur og poka lögðu af stað.  " Við getum ekkert farið aleinir " sögðu bræður svo mamma klæddi sig í kluldagallann líka og fór með.  Bræður voru frekar uppburðalitlir og vildu bara fara þar sem þeir þekktu til.  Lína Langsokkur ákvað að slást í hópinn og bræður notfærðu sér óspart að Línu fannst minnsta mál að banka hjá ókunnugum og biðja um gott í poka.

þegar búið að var að fara í nánasta nágrenni  þurfti að sjálfsögðu að herja á vinina úr skólanum svo mamman mátti gjöra svo vel að gerast bílstjóri fyrir skrímslabræður og Línu.   Vinirnir voru að sjálfsögðu allir úti að sníkja en mömmur þeirra áttu allsstaðar eitthvað gott í pokann.    Fljótlega eftir það ákváðu bræður að það væri kominn tími til að halda heim á leið og snæða eitthvað af namminu.  mamman samþykkti það fúslega þar sem hún sá ekki nokkra einustu ástæðu til þess að fara í fleiri hús og sníkja meira.  ( Þeir verða örugglega búnir að fatta það á næsta ári = því fleiri hús , því fleira nammi )  Bræður eiga því ennþá nammi í poka og eiga að láta það endast einhverja daga í viðbót.

Það stefnir allt í átök í fyrramálið við að koma bræðrum á fætur

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

32 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband