Blóm - af hvaða tilefni ?

Ég fékk blóm áðan, frá eiginmanninum. InLove  Ekki af neinu sérstöku tilefni svo sem.  Hann var að vinna í Reykjavík í dag og færði mér blóm þegar hann kom heim.  Mér finnst svo miklu meira vænt um að fá blóm af svona "engu" tilefni heldur en blóm á mæðradaginn, konudaginn eða svoleiðis.

Bræður fóru í afmæli í dag frá kl 16-18.  Mættu uppstrílaðir í nýju gallabuxunum  sínum og með gel í hárinu, CoolCool   Við mæðgin fórum í verslunarferð, í Bónus fyrst og svo var að velja afmælisgjafirnar fyrir afmælisbarnið.  Það tókst í búð númer tvö.  í búð númer eitt fundum við enga afmælisgjöf en svona til að versla eitthvað þá keypti mamman 2 jólaseríur á 108 kr stykkið.  það gladdi litla aðhaldssama húsmóðurhjartað.  í búð númer 2 gladdist aðhaldssama húsmóðurhjartað ekki neitt heldur bara borgaði afmælisgjafirnar sem bræður völdu.  Í búð nr 3 gat aðhaldssama húsmóðurhjartað tekið gleði sína á ný því gólfmotturnar sem hún er búin að ætla að kaupa síðan í haust voru komnar á útsölu Joyful  Ánægjubrosið var ennþá við lýði í  fimmtu og síðustu búðinni en þar var hægt að gera góð kaup á helgartilboðum.  En eftir það fórum við heim enda bræður orðnir hundpirraðir á þessari búðarsýki móðurinnar.

Þegar bræður voru komnir í afmæli átti mamman sannkallaða lúxusstund - brauðsneið, kaffibolli með kaffirjóma, fréttablaðið og 24stundir og heill klukkutími sem fór bara í þetta.  Þetta er stundir sem ég á svo sjaldan ( friður til að lesa blöðin ) að ég naut þess í botn.  Að þessum dásemdarklukkutíma loknum kallaði raunveruleikinn hins vegar hástöfum og næsti klukkutími var á spani við að ganga frá eftir bónusferðina og svo að undirbúa og elda kvöldmatinn. 

Veit ekki hvað við gerum á morgun - förum jafnvel í bíó þegar bræður verða búnir að læra              Kv húsmóðirin

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband