hafragrauturinn þinn ?

Hvernig er hann ? - mig er farið að langa að prófa ný tilbrigði við hafragrautinn þó svo bræður séu bara sáttir við okkar hefðbundnu útfærslu.  þ.e.  1/2 kaka weetabix er mulin á diskinn meðan grauturinn mallar í örbylgjuofninum ( hafragrjón, vatn og hnefafylli af rúsínum )  og bleytt upp í því í með mjólk.  Stundum set ég reyndar líka smá hörfræ út í  grautinn - agalega gott fyrir meltinguna.  þegar grauturinn er kominn á diskinn er 1 tsk kanilsykur stráð yfir.   Bragðast vel og við mæðgin borðum þetta yfirleitt með góðri lyst á morgnanna.  Bræður fá sér lýsi líka en móðirin kúgast svo allsvakalega yfir lýsinu að hún kemst upp með að sleppa því.

En mig langar að vita hvernig þetta er hjá þér ágæti lesandi ( ef einhver les þ.a.e.s ) 

Kv húsmóðirin sem fór með eiginmanni og bræðrum að horfa á Alvin og íkornana í dag.  Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl frænka og gleðilegt ár.  Ég er alltaf að minnka sykurinn hjá mér svo ég nota stundum rifið út í grautinn minn og strái svo örlitlum kanil yfir. Meinhollt og hreint ekki slæmt á bragðið heldur.

Ella frænka (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 21:58

2 identicon

Epli átti það að vera sem var rifið

Ella frænka (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband