Ekki með hjartað í buxunum í dag.

Í fyrsta skiptið í heila viku var ég nánast pollróleg þegar ég keyrði í og úr vinnu í dag.  Það var ekki snjór og ekki hálka á veginum.  það fer að nálgast ár síðan ég lenti í umferðaróhappi  sjá hér og ég verð bara að viðurkenna að ég er skelfilega bílhrædd síðan. Frown  Spáð stormi og vitlausu veðri í nótt en það er allt í lagi, kvíður hins vegar mun meira fyrir því þegar lægir og það fer aftur að frysta.   

Bræður fóru á sundæfingu í dag og SÁ til mikillar skelfingar þurftum við að fara gangangi.  Pabbi þurfti að nota bílinn.  Hann var þó fljótur að gleyma því hvað það væri erfitt og leiðinlegt að labba þvi það var ótrúlega mikið af "skemmtilegum" sköflum á leiðinni sem hægt að var að leika sér í.  Að sundæfingu lokinni fattar mamman að enn og aftur hefur gleymst að líma endurskinsmerkin á úlpurnar.  " Við erum nú meiri vitleysingarnir " sagði JA.    - Skýrt og skorinort en dagsatt.

JA er greinilega orðinn öruggur með sig í skólanum og líður vel.  það merki ég á orðsendingunum frá kennaranum hans í hverri viku um að hann neiti að taka flúor, svíkist um að fara út í frímínútunum og er farinn að slugsast í tímum.    Whistling    Ég hef greinilega um nóg að tala í næsta foreldraviðtali.

Ég hélt alltaf að ég yrði í mun meira sambandi við kennarann hjá SÁ en svo er ekki.  Á erfitt með að sitja kyrr en er þó innan velsæmismarka. 

Strákar eru og verða strákar.

kv húsmóðirin sem gerði engin húsmóðurverk í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

88 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband