26.1.2008 | 13:36
Er þetta nautakjöt ?
spurði JA í gærkvöldi þegar hann leit á matarborðið. Mamman þagði smá stund en benti svo á sundurskorinn sviðakjammann og spurði á móti , ertu að meina þetta ? Ég veit að barnið fær ekki oft nautakjöt ( alla vega ekki heima hjá sér ) og enn sjaldnar þorramat sem var á boðstólum hér í gær. Svið, hangiket, lifrarpylsa, rófustappa, súrmatur, harðfiskur, flatbrauð og rúgbrauð. Sú hefð hefur skapast hér á bæ að bóndinn fær þorramat á bóndadag og bjór með. Hann er alsæll með það og þá er takmarkinu náð. Er ekki bóndadagurinn fyrir bóndann ?
SÁ kom með gjöf handa pabba heim úr skólanum í tilefni dagsins - fína vatnslitamynd af húsinu okkar. Voða sætt og pabbinn ánægður með myndina. Bræðrum fannst greinilega mamma skilin pínulítið útundan, að pabbi , og pabbar almennt ,ættu svona"bóndadag" Er þá bóndakonudaguinn á morgun ? spurði JA - pabbin gat ekki stillt sig um að skella upp úr en mömmunni gekk betur að hafa stjórn á svipbrigðunum og skýrði út fyrir drengnum að eftir 30 daga ( eða um það bil ) væri dagur sem héti konudagur. Bræður voru sáttir við það.
Reykjanesbrautin var ófær í gær og Grindavíkurveguinn illfær svo ég komst ekki í vinnuna í gær. Í staðinn aðstoðaði ég í mötuneyti grunnskólans í staðinn. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.
Nú eru farnir að koma tölvupóstar úr skólanum vegna SÁ - óhlýðni og ókurteisi hvar endar þetta eiginlega ? Enn og aftur velti ég því fyrir mér hvar mér hafi mistekist í uppeldinu.
Bræður settust við lærdóm í morgun þegar barnaefnið í sjónvarpinu var lokið. Skrifuðu stórt I og gerðu svo tvö verkefna blöð i stærðfræði. JA las líka í lestrarbókinni en SÁ kláraði sinn lestur í gær. Á morgun þarf bara að skrifa litla i og þá er verkefnavinna vikunnar búin. Bara lestur daglega. Fínt fyrirkomulag og hentar vel svona.
Mamman fékk nett nostalgíukast þegar var byrjað að sýna gamalt barnaefni sem heitir " Einu sinni var " ( Allir sem eru komnir yfir 28 ára aldurinn hjóta að muna eftir því ) Bræður voru alveg með á nótum hvað mömmu þótti þetta skemmtilegt og létu hana samviskulega vita þegar þáttur nr 2 var sýndur í dag. Myndgæðin eru ekkert séstök og upphafslagið sker í eyrun það er svo falskt en það er algjört aukaatriði. Gaman gaman.
Bræður fóru út að heimsækja vin sinn, ég ætla að vinna upp gamlar húsmóðursyndir á meðan.
Um bloggið
kona á besta aldri
32 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fékk nautakjöt á bóndadaginn, hefði ekkert verið á móti því að fá þorramat, en það er ekki í boði hérna. Hinsvegar fæ ég þorramat 9. feb þar sem það verður þorrablót hjá okkur.
kv, norski bróðir
Ingþór (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 15:13
Sko - drengurinn fékk nautakjöt um síðustu helgi, ægilega fína steik sem var meir og mjúk. Hann ætti að muna hvernig nautakjöt lítur út.
Húsmóðir, 26.1.2008 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.