Þegar ég verð unglingur

þá ætla ég upp á þak, lýsti SÁ yfir í dag.   Til hvers ? spurði mamman, sjálfsagt frekar ógáfuleg á svipinn.  Nú, til að stökkva í snjóinn  sagði sá stutti og hristi hausinn yfir þessu skilningsleysi móðurinnar.    Þó svo ég sjái ekki tilganginn með þessu þá má ég sjálfsagt vera þakklát fyrir að hann ætlar að halda sér á jörðinni þangað til.

kvöldmaturinn var kakósúpa, úr pakka Blush .  það vakti tóma lukku hjá bræðrum þegar það uppgötvaðist og greinilegt að "eldamennskan" gat ekki gengið nógu hratt.  Allavega sá JA sig tilneyddan til að segja mér að það væri frost hjá hjartanu hans og það var greinilega þörf á heitri kakósúpu til að bræða frostið. 

Bræður voru fljótir í rúmið í kvöld, þreyttir eftir daginn, útiveru, sundæfingu og til að kóróna allt þurfti að labba fram og til baka á sundæfinguna.  Sumir ætti að sofa vel í nótt Sleeping

"Fjarstýringubílar" eru ekki eins pirrandi um miðjan dag eins og þegar fréttatíminn er í sjónvarpinu, komst að því í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

32 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband