óþægðin vonandi úr sögunni

 

Húsmóðirin hefur verið önnum kafin við vinnu undanfarin kvöld og því lítill tími gefist fyrir blogg.  Svo kemur helgi og þá vinnur húsmóðirin upp svefninn sem verður oft útundan virka daga þannig að það er heldur ekki tími fyrir blogg.  En nú gefst gefst smá tími.

Í heimi húsmóðurinnar er hins vegar hálfgerð gúrkutíð.  Lítið um stórviðburði heldur gengur bara hversdagslífið sinn vanagang, að mestu leyti.  Foreldrar eru búnir að mæta á "óþægðarfund" í skólanum með bæði óþægum syni og kennarar.  Stráksi ( JA )var vel skömmustulegur og fannst þetta ekki mjög þægileg samkoma og var fljótur að láta sig hverfa að henni lokinni.  Samkvæmt kennara hefur hann verið eins og ljós síðan. Halo

Hinn sonurinn (SA) tók hins vegar upp á því að mæta eins og Emma öfugsnúna í skólann þannig að kennarinn sá sig tilneyddan að senda tölvupósta, bréf og endaði á því að hringja í mig líka Blush   ( hvar mistókst mér eiginlega í uppeldinu ?)   Við vorum orðnar nokkuð vissar á því að umræðan og athyglin sem hinn óþægi bróðir hans var búinn að fá vegna óþægðar væri orsökin.  Þannig að mamman sneri beindi meiri athygli að Emmu Öfugsnúnu og það virkaði Joyful   Það er betri tilfinning að eiga tvö þæg börn í skólanum heldur en tvö óþæg.

Bræður eiga  að skrifa stafinn Ú og ú heima þessa vikuna og einnig að halda áfram með söguna sem byrjað var á fyrir hálfum mánuði.  Það er gaman að búa til sögur en erfitt að skrifa þær.  Við klárum þær samt vonandi í dag.

Það er kalt þessa dagana en við mæðgin létum okkur nú hafa það að fara út á sleða að renna í gær.  Ætluðum að bjóða einum vini með en hann var á flakki með mömmu sinni.  Eftir góðan klukkutíma voru allir búnir að fá nóg og bræðrum leist ljómandi vel á að fara heim og fá heitt kakó.  Eftir heitt kakó og kanilsnúða voru allir hálf dasaðir og ákveðið var að hlusta á "Pétur og Úlfurinn"  Ein mamma og tveir strákar í einum hægindastól undir teppi að hlusta á Pétur og co breyttist svo einhvern tímann í " eina sofandi mömmu, einn sofandi strák og einn vakandi , í einum stól og bara einn sem náði að hlusta á allan diskinn "  Ljúft.

 Pabbinn lagðist í flensu þrjá daga í vikunni. Fleiri forföll voru hjá vinnufélögum svo þeir unnu allan gærdaginn og eitthvað í dag líka.   Ef vinnudagurinn hjá honum verður stuttur þá förum við jafnvel í höfuðborgina á eftir.  Kemur í ljós.

Ég ætla að sleppa takinu á aðhaldsseminni í dag  og kaupa tilbúnar bollur í einhverju bakaríi.  Bónusbollurnar í fyrra voru nefnilega langt því frá að vera góðar.  Ég hlýt að geta slakað á hagsýnu klónni í smá stund,  það má alveg kaupa bollur fyrir barnabæturnar.

Eigið góðan dag í dag.  kv húsmóðirin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi óþekkt hlýtur að koma úr föðurættinni, ekki mynnist ég þess að það hafi nokkur tímann einhver óþægur á okkar heimili.

Alltaf logn og blíða í Vegamótum.

kv frá Bergen þar sem snjóaði í gær (helling) , en núna er allur snjór að fara því að það er byrjað að rigna. kemur á óvart.

Ingþór

Ingþór (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 10:51

2 identicon

'Eg sé Ingþór alveg fyrir mér

Hafdís. (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 14:53

3 Smámynd: Húsmóðir

Það er nú ekki nokkurt vafamál að óþekktin kemur úr föðurættinni      Ætla nú samt að spyrja mömmu út í þetta með óþægðina.   Einhvern tímann rámar mig í að hafnfirski bróðir hafi verið boðaður til skólastjórans .

Hafdís :  Ingþór var svo lítill og mjór ( eins og hann er ennþá ) með sakleysislegt augnaráð að það trúði því enginn að hann væri nokkurn tíman óþægur.  Ég held að hann hafi allavega aldrei verið boðaður til skólastjórans !

Húsmóðir, 4.2.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

88 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband