Drama dauðans, á að hringja á lækni ?

Annar sonurinn getur ekki sofnað.  Hann liggur í rúminu sínu, bróðirinn sofnaður og honum leiðist.  Eins og 6 ára stráka er siður þá kallar hann í mömmu.  Svo vel þekkir hann mömmu sína að hann veit að það þarf góða ástæðu svo hún komi inn þegar hann kallar.  Góð ástæða getur verið verkur eða eitthvað "læknisfræðilegt"

Nú er honum bæði illt í hnénu og í rassinum.  Það er eins og það séu litlar verur, mögulega geimverur, inni í rassinum sem séu að éta eitthvað þar inni.  Svo er líka mögulegt að þær séu í hnénu og séu að naga sig upp í rasskinnina.  Whistling  Þegar mamman sagðist efast um að svo væri þá þagnaði hann smástund og spurði svo "  hvað er að efast ?"

Eftir útskýringu á því þá hélt hann helst að blóðið í sér milli hnésins og rasskinnarinnar væri stíflað. 

Eftir smá spjall um tónmennta tímana í skólanum bauðst ég til að rétta honum nokkrar disney bækur til að skoða.  Hann þáði það og nú heyrist ekki múkk úr barnaherberginu.  Spurning hvort hann sofnar eða geimverurnar inni í honum fari aftur á stjá ?

kannski er ég vond mamma en ég ætla ekki að hringja á lækni Undecided

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

32 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband