10.2.2008 | 22:18
Drama dauðans, á að hringja á lækni ?
Annar sonurinn getur ekki sofnað. Hann liggur í rúminu sínu, bróðirinn sofnaður og honum leiðist. Eins og 6 ára stráka er siður þá kallar hann í mömmu. Svo vel þekkir hann mömmu sína að hann veit að það þarf góða ástæðu svo hún komi inn þegar hann kallar. Góð ástæða getur verið verkur eða eitthvað "læknisfræðilegt"
Nú er honum bæði illt í hnénu og í rassinum. Það er eins og það séu litlar verur, mögulega geimverur, inni í rassinum sem séu að éta eitthvað þar inni. Svo er líka mögulegt að þær séu í hnénu og séu að naga sig upp í rasskinnina. Þegar mamman sagðist efast um að svo væri þá þagnaði hann smástund og spurði svo " hvað er að efast ?"
Eftir útskýringu á því þá hélt hann helst að blóðið í sér milli hnésins og rasskinnarinnar væri stíflað.
Eftir smá spjall um tónmennta tímana í skólanum bauðst ég til að rétta honum nokkrar disney bækur til að skoða. Hann þáði það og nú heyrist ekki múkk úr barnaherberginu. Spurning hvort hann sofnar eða geimverurnar inni í honum fari aftur á stjá ?
kannski er ég vond mamma en ég ætla ekki að hringja á lækni
Um bloggið
kona á besta aldri
32 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.