hvar mistókst mér ?

það eru komnar stórar og djúpar sprungur í ímyndina af fullkominni fjölskyldu og vel uppöldum börnum.   Við hjónin vorum í óþekktarforeldraviðtali númer tvö á þessu ári og ekki nema 5 skólavikur búnar Sideways  Hvar endar þetta ?

SÁ er ekki óþægur, heldur MJÖG óþægur í skólanum þessa dagana og kennarinn hafði áhyggjur af því að eitthvað mikið væri að heima.  Það er reyndar ryk í hillum og rusl á eldhúsbekknum, hreinn þvottur í hrúgu á stól í stofunni og skór út um allt í forstofunni.  EN það er ekkert nýtt og ætti ekki að orsaka hálfgert brjálæði í skólanum.  ( nema ef drengurinn skyldi vera gjörsamlega búinn að fá nóg af því að eiga ekki snyrtilegt heimili )  Nú heldur kennarinn dagbók á hverjum degi yfir  hegðun í skólanum og sendir heim daglega.  Stráksi vissi alveg upp á sig skömmina og samþykkti dagbókina.  Broskall fyrir góða hegðun ( og umbun heima ) en ekkert ef hann stendur sig ekki.  Þetta byrjar strax á morgun og spennandi að sjá hvernig gengur.

það kom pakki í dag frá afa og ömmu að austan.  Fagurrauðir fótboltabúningar ( Liverpool ) og skærgræn blaðra merkt XB.  pabbinn var ekki kátur, hvorki með valið á búningum og alls ekki með áletrunina á blöðrunum.  Held samt að hann þori ekkert að segja við tengdamömmu Frown

Snjónum og hálkunni rignir burt jafnt og þétt - gott og gaman að keyra í vinnuna en færðin innanbæjar ekki eins skemmtileg.  En það lagast jafnt og þétt.

Sundmót á laugardag, bræður eru ekkert rosalega spenntir.  Verða samt glaðir að fá verðlaun ( allir þáttakendur fá verðlaun )  Spurning hvað við gerum svo þegar sundmótið er búið.   Pabbi verður að öllum líkindum að vinna.

Varð glöð að fá komment frá kasóléttri frænku í dag.  Held alltaf að það séu ekki nema 3 lesendur að blogginu mínu, 4 með Ollumömmu.   

einhverra hluta vegna hef ég sönglað stef úr Guttavísum allan seinnipartinn "  Óþekkur er ætíð anginn sá........."  Kveðja frá þreyttri húsmóður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Ja hérna hér...var að skoða blogg og sá síðuna þína og var nú alveg í smá stund að kveikja hver ætti hana.;) stórskemmtileg lesning hihi ég vildi nú skilja eftir mig spor hérna og bið klárlega bara að heilsa i grindó;) kv.Halla dóttir hans villa hennar Ragnhildar á djúpavogi;)

kvitt kvitt....frábær síða;) 

Halla Vilbergsdóttir, 14.2.2008 kl. 01:06

2 identicon

Ingþór skoðaði nú um daginn og þá voru komnar 20 flettingar þann daginn svo það eru allavega fleiri en 4 :)

olla í norge (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 16:05

3 identicon

IP-tölur í dag: 15 og klukkan bara 17:08

Kv Ingþór með 1364 Heimsóknir í þessum mánuði.

Ingþór (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 16:10

4 identicon

Les alltaf bloggið þitt og skemmti mér alveg konunglega yfir elsku litlu hlýðnu strákunum.Mér er spurn fá allir foreldrar svona bréf í bekk strákana eða bara þú.

Hafdís. (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

32 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband