14.2.2008 | 22:49
fékk uppreisn æru.
Dagurinn byrjaði á því að pabbinn svaf yfir sig og hinir vöknuðu of seint. það þýddi að mamman fór á yfirsnúning strax áður en hún byrjaði að klæða sig og var komin á háa c undir lokin. Ekki bætti úr skák að annar drengurinn missti nánast fullan disk af hafragrautar á gólfið. það heyrðist angistaróp " Liverpúl bolurinn " en sem betur fer slapp bolurinn við grautinn ( fór allt á gólfið ) svo mamman rétti drengnum diskinn sinn, færði hann í annan stól og meðan mamman þurrkaði grautinn upp af gólfinu kláraði hann grautinn af diskinum MÍNUM á meðan
Það hafðist þó að koma drengjunum í skólann ( ekki nema mínútu of seint ) og þá hélt ég af stað til vinnu. Ekki búin að fá dropa af kaffi, úfin og ósnyrt með nauðsynlegustu snyrtigræjur eins og greiðu, andlitskrem og maskara í skrjáfandi þunnum plastpoka.
í vinnuna kom ég , byrjaði á því að fá mér kaffi og loka mig inni á klósetti með skrjáfandi pokann. Nokkrum mínútum seinna var ég bæði viðræðuhæf og útlitslega hæf til að vera á meðal fólks.
Hinn óþægi kom heim með fyrsta vitnisburðinn í "hegðunardagbókinni" í dag. Fyrsti dagurinn kom vel út - broskallar á öllum vígstöðvum. Það hefur samt greinilega verið svolítið erfitt að vera þægur í skólanum í dag því hann var bæði ör og öfugsnúinn þegar hann kom heim.
Seinni partinn var svo komið að foreldraviðtali hjá kennaranum hans JA. Stráksi ætlaði nú ekki að samþykkja að fara enda ekki búinn að gleyma "óþægðarviðtalinu" en mamma ræður og hann varð að láta sig hafa það. Þar var allt eins og blómstrið eina, stráksi búinn að vera stilltur og prúður og verið svona ljómandi duglegur að læra. Þetta var aldeilis plástur á sært stolt mömmunnar
Gerði lítið debet og kredit í kvöld. ætla að klára nestispakkana fyrir morgundaginn. Húsmóðurkveðja
Um bloggið
kona á besta aldri
32 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki mikið verið að segja manni að þú sért að selja íbúðina !
http://mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/allar_myndir.html?eign_id=284882
Ingþór (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 16:18
Viltu kaupa ?
Húsmóðir, 15.2.2008 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.