16.2.2008 | 22:21
Laugardagur
Barnatími og morgunmatur fyrir framan sjónvarpið
Mamman fær sér kaffi í ró og næði, tekur til í eldhúsinu og svoleiðis, brýtur saman þvott, setur í vél og gerir klárt í sundtöskurnar fyrir sundmót í Hafnarfirði.
Bræður loksins klæddir og loksins komnir út í bíl - brunað í Hafnarfjörðinn
Sundmóti lokið, förum í rúmfatalagerinn ( þar sem bræður týnast ) - förum í Bónus í Hafnarfirði, fáum að fara inn hjá Hafnfirska bróður og nota baðherbergið ( held að bræður hafi ekki pissað útfyrir ) Förum heim. Mikil rigning á leiðinni.
Bræður hafa greinilega týnt góða skapinu á Reykjanesbrautinni því þeir eru afspyrnu úrillir þegar heim er komið. Ég gefst upp á að reyna að lesa fréttablaðið og ákveð að svona fýlupúkar eigi ekkert erindi inni. Klæði bræður og mig í stígvél og við förum út að sulla. Góða skapið finnst í einhverjum polli og skapið mun betra eftir útiveruna. Pabbi kominn heim og byrjaður að elda þegar við komum inn. Undarleg en góð tilfinning að borða máltíð við eigið eldhúsborð sem maður hefur ekki eldað sjálfur. Rauðvín með matnum. - Ís í eftirmat og bræður fá að horfa bæði á Spaugstofu og Laugardagslögin ( fastir liðir eins og venjulega )
Bræður sofnaðir - sjónvarpið hundleiðinlegt - ég í tölvunni og allavega 1/3 eftir af rauðvínsflöskunni.
Fáum gesti á morgun svo ég VERÐ að taka til í fyrramálið. Bad housewife !
Um bloggið
kona á besta aldri
32 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.