bumban burt

Seinnipartinn í gær , voru bræður komnir út í bíl og á leið  á sundæfingu þegar pabbi rennir upp á húsinu á vinnubíl, hann og vinnufélagi snarast út, opna og taka stóreflis kassa út.  Bræður teygja fram álkuna og sjá að þetta er einhvers konar æfingatæki.

SÁ " þetta er svona til að æfa sig, maður fær vöðva og allt.  Maður gerir svona eins og maður sé að labba og gerir svona með hendurnar á meðan "

JA samsinnir og betrumbætir lýsingar bróður síns aðeins. 

Mamma " já, heldur þú að pabbi ætli að fara æfa sig og gera bumbuna sína aðeins minni ?"

Bræðrum fannst það mjög líklegt og eiginlega bara hið besta mál því ekki verður því mótmælt að það er orðið ansi ríflegt til af bumbunni hans pabba.  Hlökkuðu bara til að fá að prófa tækið þegar pabbi væri búinn að setja það saman.  Í sömu mund og mamman bakkar út úr bílastæðinu heyrist úr aftursætinu " mamma getur þú ekki notað tækið líka "   mamma kom sér undan því að svara beint en spurði hvort afkvæminu þyrfti hún á því að halda að minnka sína bumbu ?  Já syninum  (JA) fannst alveg ástæða til þess ( sem er alveg rétt ) en vildi þó ekki segja beint að mamma sín væri feitabolla  FootinMouth heldur vildi meina að ef bumban á mömmu væri minni þá væri meira pláss fyrir hann og bróður til að sitja í fanginu á mömmu.   

Eftir 4 daga með hegðunardagbók er SÁ ennþá í góðum málum.  Fær broskall fyrir hvern góðan tíma. ( þá er hann hvorki að hlaupa í stofunni né að fara upp í glugga )  Hann var góður með sig í dag og spurði hvort ég væri búin að sjá "broskallabókina" en svo sljákkaði aðeins í honum þegar hann mundi að það var ekki nema 1/2 broskall fyrir einn tímann.  Þá hafði sá stutti aðeins gleymt sér og farið upp í glugga Whistling

Bræður mæta á fótboltaæfingu á morgun.  Ætla að leyfa þeim að prófa og sjá hvernig líkar.   þar sem þetta eru bæði inni og útiæfingar á gerfigrasi þá líður væntanlega ekki á löngu þar til bræður fara að setja fram kröfur um fullkominn búnað, takkaskó, gerfigrasskó, innanhússkó og eitthvað meira sem ég kann ekki að nefna.  Við sjáum nú til með það, allavega í byrjun.  Bræður eru hins vegar alsælir með nýju Liverpúl búningana sína.

Eftir kvöldmat sátu pabbi og mamma aðeins lengur við matarborðið og ræddu landsins gagn og nauðsynjar.  SA settist á gólfið og kláraði að lita myndina af "rokkhamstrinum" sem hann náði ekki að klára í skólaselinu.  JA átti óskaplega erfitt með að láta bróður sinn í friði og að lokum sauð upp úr þegar hann "Slefaði" á myndina.  listamaðurinn varð að sjálfsögðu ægilega sár en skemmdarvargurinn lét sig hverfa undir rúmið sitt þegar hann heyrði að mamma var staðin upp frá borðinu.

Svoleiðis hefur nú ekki áhrif á mömmur sem færa bara húsgögnin ef á þarf að halda.   Skemmdarvargurinn var settur á stól í eldhúsinu og honum sagt að þarna myndi hann sitja þar til hann segði mömmu af hverju hann hefði skemmt myndina.   Til að gera langa sögu stutta þá liðu um 90 mínútur með fýlu og þrjóskusvip til skiptis sem var svo blandað og útþynnt með væli og vorkunnarstunum þegar leið á, þar til stráksi loksins var reiðubúinn að ræða málið.  þetta var ósköp einfalt " honum langaði bara til að stríða bróður sínum " Blush

Okkur var báðum létt, mér og stráksa.  Stráksi var orðinn gráhvítur af þreytu og mamman komin með bullandi samviskubit.    Pabbinn sem var búinn að koma hinum drengnum í rúmið, hristi bara hausinn þegar sá stutti var kominn í rúmið.  " þið eruð bæði jafn þrjósk - sitjandi þarna frammi og hvorugt ykkar ætlar að láta undan "

Sennilega er þetta satt hjá honum, hvort okkar skyldi vinna titilinn þverhaus.is ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eru þið eitthvað í tengslum við mömmu eða ömmu á Djúpa

mamma ammma (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband