20.2.2008 | 21:31
enga óþarfa samkeppni takk !
Við JA sátum inni í stofu að horfa á Kastljósið áðan. Sonurinn strýkur mjúklega fyrir þriflega bumbuna á mömmu sinni " ég er bara að klappa bumbunni þinni "
" Vildir þú að það væri barn í henni" spyr mamman ? Svarið var stutt og laggott og mjög ákveðið " NEI " heldur þú að mamma þyrfti þá alltaf að vera að hugsa um litla barnið og hefði engan tíma til að vera með þér spyr mamman. " Já, ég vildi meira að segja að ég ætti ekki bróður" segir stráksi. Mömmunni brá nú örlítið við þessa yfirlýsingu en reyndi að koma því á framfæri að það væri nú oft gott að hafa leikfélaga við höndina en sá stráksi var gallharður : " JR ( vinur hans sem er einkabarn ) fer bara í heimsókn eitthvað ef honum finnst leiðinlegt heima " það var sko greinilega alveg nóg !
Stráksi hefur svo sem áður lýst því afdráttarlaust yfir að hann vilji eiga mömmu sína einn. Honum finnst t.d. pabbi sinn njóta óþarflega mikilla forréttinda með því að fá að sofa hjá mömmu á hverri nóttu. Ef hann mætti ráða þá svæfi bróðir hans í sínu eigin rúmi, pabbi svæfi í JA rúmi ( eða inni í stofu ) en hann ætti plássið við hliðina á mér !
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.