24.2.2008 | 21:19
Ætti ég að láta dr. Gunna vita af þessu ?
við teljumst vera landsbyggðarfólk þó svo það taki ekki nema um 40 mínútur að keyra út úr okkar bæjarfélagi. Nú á laugardaginn áttum við erindi á höfuðborgarsvæðið og ákváðum meðal annars að fara niður í miðbæ. ( ok skal viðurkenna að við fórum í Kolaportið ) Seinnipart dags var hungur farið að þjá fjölskyldumeðlimi svo ákveðið var að fara á kaffihús.
Eftir að fara einn hring í miðbænum vorum við engu nær, þar sem einu sinnu voru kaffihús voru nú skemmtistaðir , kaffi París troðfullt og ekki höfðum við áhuga á að fara með afkvæmin á sportbar, þeir eru bæði lítið fyrir að fá sér bjór og horfa á fótbolta. Svo var fullt af stöðum sem voru ekki opnir.
Til að gera langa sögu stutta þá fórum við inn á stað sem heitir Hornið, gamall og gróinn staður beint fyrir aftan pylsuvagninn. Okkur er vísað til sætis og afhentir matseðlar. Ég byrja á þvi að fara á salernið en finnst eiginmaðurinn frekar einkennilegur á svipinn þegar ég kem aftur. Nískan í mér hefur greinilega haft einhver áhrif á bóndann eftir næstum átta ára hjónaband því hann var í áfalli yfir verðinu á matseðlinum.
Við létum okkur nú hafa það, vorum öll orðin svöng og köld en bóndinn var ekki einn um að fá áfall. Svona leit reikningurinn út.
Eplakaka 1stk 1.100
Skúkkulaðikaka 2stk 2.200
Hvítlauksbrauð m/osti 1stk 650
gos lítið (330 cl) 3stk 960
kaffi 1stk 320
Þessi síðdegishressing kostaði 5.230 kr fyrir okkar fjölskyldu sem er að ég held dæmigerð vísitölufjölskylda, hjón með tvö börn, yngir en 12 ára.
Þó svo kökurnar hafi verið virkilega ljúffengar allar saman, hvítlauksbrauðið með því betra sem ég hef smakkað, gosið ískalt og svalandi ( bóndinn sagði reyndar að kaffið hefði verið vont ) þá get ég ekki gert að því - ein kökusneið með rjóma fyrir 1100 krónur - er þetta ekki okur ?
Þetta var áfall fyrir hagsýnu húsmóðurina - ég ætla að kynna mér kaffihúsaflóruna VEL áður en ég fer næst í miðbæ Reykjavíkur.
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já það er skelfilega dýrt að fara á kaffihús hér í reykjavík, og ekki skil ég vinsældir kaffi parísar , síðast þegar ég fór þar þurfti að bíða lengi eftir þjónust og svo pantaði ég mér latte og súkkulaðiköku og kaffið var kalt loksins þegar það kom og kakan bragðlaus og ólystug en man ekki alveg verðið , en það er ein undantekning það er KAFFI RÓT í hafnarstræti það er ódýara en annarsstaðar,,,latte á 200kr,,,gos á 180 svo eitthvað sé nefnt þetta er skemmtilegt kaffihús og ekkert áfengi selt þar.
steiner (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 21:31
Ég er bara sjokkeraður, 5.230 kr fyrir kökusneið og kaffi.
Ég var að lesa Dr.Gunna um daginn og sá að fólk var að kvarta undan kaffinu á bensínstöðunum 150 kr fyrir bollan (sem mér finnst mikið).
Hérna í Noregi gera þeir þetta öðruvísi. Þú ferð á bensínstöðina og kaupir þér bolla (svona hitabolla) og borgar fyrir hann 100 kr norskar, 1200 isl kr. svo mátt þú fylla á hann út árið án þess að borga krónu í viðbót. nýr bolli á hverju ári. þetta þíðir auðvita að viðskipta vinirnir koma inn á bensínstöðina sína (t.d. Stadoil) og versla þar, menn taka bensín, kaupa blöðin og ruslfæði sem er n.b. ekki ódýrustu sjoppurnar í bænum.
kv frá olíulandinu mikkla sem er jafn dýrt og Ísland,
Ingþór
Ingþór (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 16:47
Ég lét vaða og sendi pistilinn inn á okursíðu dr Gunna. Doktorinn er mér sammála. 1100 kr fyrir kökusneið - það er okur.
Húsmóðir, 26.2.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.