25.2.2008 | 23:26
Þegar þú ert dáin
þá get ég ekki knúsað þig sagði 6 ára stubbur um daginn. það er alveg rétt hjá honum. Alveg jafn rétt og þegar ég verð 100 ára þá verður 6 ára stubbur orðinn fullorðinn maður með grátt hár eða skalla en hár á bumbunni.
Ég held að hann hafi engar sérstakar áhyggjur af því að ég sé svo háöldruð að ég sé komin á grafarbakkann, hann er bara að velta hlutunum fyrir sér. Strákur er mikill mömmu strákur og hefur alltaf þurft mikla snertingu frá mömmu sinni. Og þó svo maður sé sex ára ofurtöffari þá er maður ekki orðinn of stór til þess að skríða í mömmufang, hvað þá mömmurúm við hvert tækifæri.
mamma spurði hann um daginn hvort hann ætlaði að sitja hjá mömmu þegar hann yrði stór maður ? Nei hann ætlaði nú ekki að gera það enda yrði ég orðin gömul kona þá. ( og gamlar konur eiga víst ekki að sitja með fullorðna menn í fanginu )
Honum fannst samt fínt að vita að þó svo maður yrði of stór til að sitja í fanginu á mömmu þá yrði maður aldrei of stór fyrir mömmuknús !
Ég ætla að minna hann á þessar samræður þegar hann verður 16 ára
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vona að þú skrifir þetta hjá þér! Ekki bara á blogginu....það er svooooo margt sem þú getur minnt þá á þegar þeir verða eldri....FEITIBOLLAN ÞÍN.
svalbaunin í Norge (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.