hvað táknar græni liturinn ?

Ekkert að frétta nema aðallega ekkifréttir, eða þannig.

Við förum í vinnu, skóla, mætum á sund- og fótboltaæfingar, borðum, vinnum, lærum.  Og á laugardagskvöldum er ís í eftirmat og við horfum á Spaugstofuna.  Fastir liðir eins og venjulega.

Bsræður hafa verið innan velsæmismarka hvað óþægð varðar, allavega kvarta kennarar ekki, nágranni minn, deildarstjórinn er hættur að senda mér vorkunsamleg augnaráð og mamman hefur ekkert verið á barmi taugaáfalls þessa vikuna.  Sem sagt - allt í gúddí.

Kannski ekki alveg allt í gúddí, veðurguðirnir eru ekki í sínu besta skapi og það kyngdi niður snjó í morgun.  Allavega alveg nóg til þess að Stóri maðurinn á heimilinu sem ætlaði til Reykjavíkur snemma í morgun og vera komin til baka um hádegi, fór ekki af stað fyrr en seinnipartinn og kom rétt eftir kvöldmat.  Ég veit að það er bara mars en ég er samt orðin hundleið á þessu veðri, er taugatrekkt taugahrúga að keyra mína 25 x 2 km í snjó og jafnvel hálku í vinnuna. 

Heilsufar fjölskyldunnar hefur verið nokkuð gott þennan veturinn.  Stóri er sá eini sem hefur þurft að vera vera heima vegna veikinda ( ennþá, veturinn er ekki búinn enn )  SÁ er reyndar búinn að vera fullur af kvefi undanfarið en virðist vera á leið að hrista það af sér.  ( 7-9- 13 )  Spurning hvað verður með þann Stóra hins vegar sem er orðinn stútfullur af kvefi.  Ekki alveg á besta tíma þar sem hann er á leið erlendis með píparaköllum á fimmtudagsmorguninn en áður þarf hann að klára hin og þessi aukaverkefni.  ( og mánudagskvöld eru upptekin )

Bræðrum er farið að hlakka til utanlandsferðar í sumar og reglulega kemur upp sú umræða hvað séu margir dagar þangað til.  Bræðrum finnst dagarnir allt of margir og finnst frekar ósanngjarnt hvað þeir þurfi að bíða lengi. 

SÁ tilkynnti reyndar í vikunni að honum langaði að fara til Noregs að hitta Ingþór og Ollu.  Bróðir hans var líka til í að fara til Noregs, hann vildi samt fara fyrst á strönd og svo að hitta Ingþór og Ollu.  Ef ég vinn í Lottói þá fá bræður ósk sína uppfyllta þetta árið, annars verður það að bíða.

Bræður eru duglegir að lesa og fer jafnt og þétt fram.  SÁ finnst ekki nóg að læra bara íslensku heldur hefur hann áhuga á ensku líka og spyr reglulega " mamma hvað þýðir ............."  Í dag var spurði hann : "  mamma, hvað þýðir Æ lov jú ? "    mamma " Ég elska þig "    Sá stutti þagnaði smástund meðan hann var að melta þetta og hellti svo ástarjátningunni yfir mömmu sína ( með djúpri vískiröddu )  Æ lov jú beibe .   

Rétt á eftir kom svo önnur spurning " mamma hvað er að djamma ?"    Svarið var frekar einföld og fegruð lýsing á því hvað er að djamma  " þegar stórir strákar fara að dansa ( yeah Shocking!) og skoða stelpur.  Sumir drekka svo bjór eða vín.    Hann var sáttur við svarið , hvað svo sem það verður lengi.  

Uppátækjasemin í bræðrum er söm við sig Halo  Í dag leyfði ég þeim að fá langa pappírsörk inn á gólf á barnaherberginu og svo tússliti.  Þarna máttu/gátu þeir teiknað vegi og landslag eða hvað sem þeim datt í hug.   En - það mátti bara teikna á blaðið, ekki á gólfið, veggina eða húsgögnin.  ( Af fenginni reynslu þótti mér vissara að taka þetta fram )  Bræður hlýddu þessu , merkilegt nokk og teiknuðu hina ýmsustu kappakstursbrautir og landslag á pappírinn.  Þar til það kom að því að fara að hátta og í náttföt.  Þá kom í ljós að bræðrum hafði dottið í hug ( og framkvæmt ) að lita á typpin á sér Whistling  svo ég mátti skella þeim í baðkarið og reyna að þrífa tússlitaða typpalinga.  Amma fyrir austan ætti að verða ánægð með það að báðir bræðurnir völdu grænan lit fyrir gjörninginn !

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

arkitektabumban og bifvélajuðarinn taka á móti ykkur hvenær sem er...getið líka bara sent tvíbbana hingað í B pósti!

norksa mágkona (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Húsmóðir

Ætti kannski að gera það, senda rauðan og bláan tússlit með svo þeir geti dundað sér við að mála sprellana á sér í norsku fánalitunum !

Húsmóðir, 3.3.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband