5.3.2008 | 23:42
Miðvikudagar eru íþróttadagar.
Við erum búin að endurskíra miðvikudagana - nú heita þeir íþróttadagar. Bræður fara í leikfimi í skólanum, á fótboltaæfingu á sparkvellinum strax eftir skóla og svo á sundæfingu rúmlega 5. Svo til viðbótar fór hópurinn í Skólaselinu í gönguferð, loksins þegar veður og færð leyfði. Ekki skrýtið að bræður hafi verið komnir upp í rúm fyrir klukkan 8 í kvöld og sofnaðir fljótlega eftir kvöldsöguna, sem var um Gosa að þessu sinni.
Talandi um sögur, heimaverkefni þessarar viku var m.a að skrifa sögu, um álf.
Álfi álfastrákur er 6 ára. Hann er góður og hjálpar mannabörnum sem eiga bágt. Einu sinni voru tveir stórir strárkar að stríða einum sex ára strák. Þá kom Álfi og stráði sandi yfir vondu strákana. Þeir hættu að stríða og fóru heim. Álfi var glaður af því 6 ára stráknum leið vel. það er gott að vera góður. Höf JA
Tóti tannálfur er 20 ára . Hann safnar tönnum. Eina nóttina fór hann heim til Telmu. Telma var sofandi og Tóti tók tönnina undan koddanum og setti bréfpening, 5000 kr í staðinn. Tóti er glaður því honum finnst svo gaman að eignast fleiri tennur. Höf SÁ
Tóti tannálfur hefur greinilega aldrei komið hingað því hér hafa bara fundist hundraðkallar undir koddanum, ekki 5000 kr bréfpeningar.
Bræðrum fannst alveg ástæða til að fara út að hjóla í dag, það sást nefnilega í næstum alla götuna . það var bara ein ástæða sem kom í veg fyrir það, þeir eiga engin hjól. Gömlu hjólin voru orðin helst til lítil, helst til ryðguð og helst til ónýt eftir að hafa legið í snjóskafli fyrir áramót svo þeim var hent. Bræður urðu hinir fúlustu þegar ég vildi ekki kaupa nýtt hjól á morgun. Greinilega komnir í sumarskap í góða veðrinu. Þeir voru ekki einir um að vera í sumarskapi, nágranninn á móti var allavega búinn að setja golfsettið sitt í bílinn.
Pabbi er að fara til útlanda í nótt, að skoða ofnaverksmiðju. Bræður eru samt eiginlega spenntari fyrir föstudeginum en þá eru þeir boðnir í afmæli hjá bekkjarbróður SÁ. það er alltaf spennandi að fara í afmæli. Þó svo þeir séu í sitthvorum bekknum þá finnst greinilega mörgum að tvíbura skuli ekki skilja að. SA er búinn að fara í eitt afmæli hjá bekkjarbróður JA og nú snýst dæmið við en JA er líka boðið til bekkjarbróður SÁ.
Það verður skrítin upplifun þegar öðrum verður boðið í afmæli en hinum ekki.
2x2 nestisbox bíða eftir að verða fyllt, 2 skólatöskur bíða eftir yfirferð og sömuleiðis 2 pennaveski.
góða nótt allir saman.
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.