13.3.2008 | 22:35
Er hérna megin ennþá.
Hermdi eftir þjóðinni og lagðist í flensu. Er hrokafull og tel mig yfir það hafna að liggja í rúminu, mætti í vinnuna á svona 50 % afköstum, þurfti að kyngja hrokanum ( sem var óhugnalega sárt þar sem ég var með hálsbólgu frá helv....) og lá eins og klessa í heilan sólarhring á eftir. Þegar ég hvorki borða, drekk kaffi, né kíki á tölvupóstinn minn þá er eitthvað mikið að !
Páskarnir nálgast og páskafrí hjá skæruliðunum sömuleiðis. Það þýðir ekki ró og afslöppun heldur vandræði = hvað á að gera við þá meðan foreldrarnir eru í vinnunni ? Miðað við uppátækjasemina og skort á bróðurkærleika þá sé ég fram á að þurfa barnapíur fyrir þá fram að fermingu.
Árshátíð í skólanum í dag, stoltir foreldrar sátu sveittir og andstuttir í fullskipuðum, loftlausum salnum og dáðust að fimi barnanna í söng, dansi, flautuleik og leikrænum hæfileikum.
Er ennþá drusluleg og þreytt eftir flensuna. Ætla að drekka eins og einn líter af appelsínusafa í viðbót. Gott fyrir sáran háls. Eigið góða nótt, góðan dag og sérstaklega góða helgi. Húsmóðirin
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.