Fullur heili af hor

Ekki mjög skemmtileg lýsing en svona líður mér akkúrat núna.  Bókari með fullan heila af hor er ekki líklegur til að vera afkastamikill og nákvæmur.  Þess vegna treysti ég mér ekki til að vinna í kvöld.

Er búin að bjarga pössun í páskafríinu - amman að austan ætlar að koma og bjarga málunum fyrir páska, ætla að segja bræðrum frá því á morgun, á ekki von á öðru en að þeir verði ánægðir með það. 

Bræðrum líst ljómandi vel á að fá páskafrí, bæði frá skóla og sundæfingum en finnst óþarflega margir dagar þar til þeir fá páskaegg.  NÍU DAGAR, ÚFF , heyrðist úr aftursætinu á leið á sundæfingu í dag.  Annars var ekki hefðbundin æfing, heldur sýning.  Börnin syntu, foreldrar norpuðu á bakkanum og horfðu á og þegar búið var að þvo sér og þurrka þá fengu börnin páskaegg frá sunddeildinni.  Joyful     Einhverjir höfðu á orði að börnin væru óvenju fljót að klæða sig !

Eins og sagði áðan þá líst bræðrum alveg ljómandi vel á að fá páskafrí en urðu eitt spurningamerki þegar ég sagði að hvorki pabbi né mamma fengju páskafrí.  " Hvar eigum við þá að vera, hver á að passa okkur ?" spurðu þeir.  Ætli þið verðið ekki bara einir heima sagði ég.  " Einir heima sagði JA og það kom glampi í augun á honum við tilhugsunina "  nei ég held ekki sagði ég, þið mynduð rífast og slást, rústa húsinu og stelast í tölvuna allan daginn.   Sá stutti þagnaði smá stund en glotti svo og sagði" nei ekki rústa húsinu allavega "   

Ég veit ekki hvort mér átti að vera rórra við tilhugsunina um þá bræður að rífast og slást á milli þess sem þeir væru í tölvuleikjum bara ef húsið væri heilt. Whistling     Eins og staðan er í dag þá er sjaldnast hægt að hafa þá bræður eina í sama herbergi án þess að það komi ekki til einhverra handalögmála. 

pantaði tíma hjá HNE ( háls nef og eyrnalækni ) í dag.  Treysti á að hann hafi lesið kaflann í skólabókinni sinni hvernig eigi að tappa af hori úr heila.

kv  húsmóðirin með hor í heila

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

30 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband