19.3.2008 | 00:24
Páskafrí
Já, alveg óvænt er ég komin í páskafrí og er ekkert smá glöð yfir því. Á nefnilega svo góða vinnuveitendur sem gáfu mér og hinum möppudýrunun á skrifstofunni frí á morgun.
Amman að austan var sótt með viðhöfn á flugvöllinn í Reykjavík síðasta sunnudag. Þá datt ég allsnögglega úr tísku og hef ekki verið sérlega hátt skrifuð á vinsældalista heimilisins síðan. það kannski breytist á morgun en þá keyrum við ömmu á flugvöllinn aftur. Núna er kallað á ömmu til að lesa fyrir sig og aðstoða sig við hitt og þetta. Nú er bara sagt " hvar er amma" en ekki " hvar er mamma " og JA neitaði meira að segja að knúsa mömmu sína í dag. " ég ætla bara að knúsa ömmu"
Bræður, amma og mamma heimsóttu hárgreiðslufrænku í gær sem gerði okkur öll mjög falleg. Dásamleg tilfinning í morgun að líta í spegill og sjá ekki svefndrukkið, litlaust og grátt andlit undir hárflóka í sauðalitunum heldur svefndrukkið, litlaust andlit með nýplokkaðar og litaðar augabrúnir undir nýklipptum og lituðum lokkum.
Þegar mamman kom heim úr klippingunni í gærkvöldi voru bræður nýbaðaðir, komnir upp í rúm og töldu peningana sína, ekki gullpeninga samt heldur seðla sem amma hafði gefið þeim. Þeir áttu að nota peningana til að kaupa sér hjól ! Þetta var dálítið fyndið en amman vissi ekki að foreldrarnir voru búnir að skipuleggja hjóla-innkaupa-ferð næsta laugardag svo bræður þurfa ekki að bíða lengi ( mælt á foreldramælikvarða) eftir að kaupa hjól. Í dag kom svo hin amman í heimsókn og færði bræðrum nýjar peysur. Þetta yrði páskagjöfin í ár, kæmi i staðinn fyir páskaegg. Ég er afskaplega ánægð með báðar ömmurnar - og hlakka pínulítið til að fá að kaupa páskaegg fyrir mína syni í fyrsta skipti. Þó ég sé steinaldarmamma þá er ég alls ekki á móti páskaeggjum og því að börn fái páskaegg. Ég er hins vegar á móti því að mín 6 ára börn fái allt of mörg og stór páskaegg sem þau hafa hvorki þörf fyrir né gott af.
Fullorðna fólkið á þessu heimili hefur heldur ekki gott af páskaeggjum en ég´ætla nú samt að gefa bóndanum egg. Eða við kaupum okkur eitt saman. kemur í ljós. Við giftum okkur laugardaginn fyrir páska fyrir átta árum og keyptum okkur sameiginlega morgungjöf - Ástaregg
Tók hreindýrafille úr frystikistunni í dag - undirbúningur fyrir páskamatinn er hafinn. Stefnum á rólegheit um páskahátíðina - keyrum kannski út fyrir bæinn, förum í gönguferð og borðum nesti úti, ef veður leyfir. Svo verður húsfreyjan að setjast heldur betur yfir bókhald, úthald hefur verið frekar takmarkað vegna flensunnar en heilsufarið er óðum að skríða saman svo það veitir ekkert af að spýta í lófana.
Bið að heilsa í bili. Húsmóðirin
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.