finn ekki tölvupóstinn minn ?

Allt í volli - finn ekki tölvupóstinn minn Crying  Sama hvað ég klikka og klikka og hamast á "iconinu" - það gerist ekki neitt.  Mikil vandræði.  Ef þú lesandi góður hefur rekist á Microsoft Office Outlook á vergangi - þá endilega láttu mig vita.

Amman farin - keyrðum henni í flug í dag, höfðum reyndar viðkomu í Ikea og Smáralind áður með þeim afleiðingum að amma þurfti að kaupa sér nýja tösku LoL  Við höfðum svo viðkomu í Góða Hirðinum áður en við fórum heim.  Við kíkjum yfirleitt við þar ef við höfum tækifæri til þess.  Bræðrum finnst þetta skemmtilegasta búðin í Reykjavík, þar má nefnilega leika sér með dótið.

Mér finnst alltaf gaman að koma þar og er fastagestur í bókahillunum, bæði barna og fullorðins.  Fer sjaldnast tómhent út.  svo finnst mér gaman að grúska þarna og fundið ýmislegt sem hefur komið í góðar þarfir.  Í vetur keypti ég t.d. nýjan hníf og könnu í matvinnsluvélina mína - á heilar 150 kr.  Gamli hnífurinn orðinn slitinn og skörðóttur eftir mikla notkun svo þetta kom sér aldeilis vel.  Ef ég hefði verið á sendibíl þá hefði ég keypt bókahillu á  2000 kr áðan.  Annars voru hillur frekar tómar þarna núna.  Ef til vill er fólk ekki mikið að taka til í geymslum og bílskúrum svona yfir háveturinn en einnig held ég að hópurinn sem verslar þarna húsgögn og ýmsar heimilisvörur fari stækkandi.  Miðað við þróunina á mörkuðum þessa dagana þá má alveg gera ráð fyrir að viðskiptavinum Góða hirðisins muni fjölga enn meira.

Bræður voru örir og æstir eins og venjulega í verslunarmagasínum en róuðust þegar heim kom og dunduðu sér góða stund eftir kvöldmat að teikna og föndra með nýju litunum sínum.  Við foreldrarnir nutum þess að horfa á fréttir og afar fróðlegan þátt um Spice Girls í ró og næði.

Eldaði kjúklingabringur í barbekjúsósu og kartöflur með  - kv húsmóðirin sem finnur ekki tölvupóstinn sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var aldeilis stutt ömmustopp! Fengum tvö girnileg páskaegg í póstinum frá þeim :) fara vel í vömb.  Hér er snjóstormur sem er sorglegt því ég ætlaði að plata Borusinn út að hjóla. Ætlum í ræktina í staðinn. Ætlum að verða helköttuð á nóinu.... (ekki nóa siríus)

 God påske

Mágkonan norska (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

30 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband