Ég er dálítið hrifin af Gillzenegger

eða kannski réttara að segja að það sé Egill Einarsson, ekki karakterinn Gillzenegger, sem vekur hrifningu mína.  Ég er þó ekki þannig hrifin að maðurinn minn þurfi að hafa einhverjar áhyggjur - svo það sé nú á hreinu. Kissing

það er kannski best að ég þekki þennan dreng ekki neitt, veit ekkert um hann nema það sem ég hef séð, heyrt og lesið í fjölmiðlum og út frá því er ég að mynda mér skoðun.   það sem mér finnst flottast við hann ( fyrir utan kroppinn ) er maðurinn sem predikar fyrir hollu mataræði og hreyfingu.  Einhvern tímann las ég viðtal við hann þar sem hann lýsti því yfir að það væri hallærislegt að borða sælgæti og sætabrauð,  alvöru töffarar fengju sér ávexti og "boost" sem millibita.

Ég las viðtal við hann í einhverju blaði sem heitir Hún og Hann ( var gefins í Hagkaup í gær ) þar sem hann lýsti m.a. yfir áhyggum af því hversu mikið af litlum börnum séu of þung.    Sem móðir tveggja barna á grunnskólaaldri, starf mitt er tengt mötuneyti skólabarna og það er mér bæði áhugamál og metnaður að börnin mín fái ekki sama vaxtarlag og við foreldrarnir (sem erum bæði allt of þung ) 

Íþróttaálfurinn hefur ótrúlega góða hluti í því að hvetja til þess að borða hollari mat og hreyfa sig meira.  Mín upplifun er sú að hann höfði meira til og hafi áhrif á leikskólabörnin.  Áhrif og umræður um íþróttaálfinn eru nánast dottnar upp fyrir síðan bræður byrjuðu í skóla.  

Þar getur karakter eins og Gillzenegger komið sterkur inn, sem fyrirmynd fyrir stráka á grunnskólaaldri, hvort sem þeir eru 8 eða 14 ára.  Ég sé hann fyrir mér tala VIÐ krakkana en ekki TIL þeirra og gefa ráðleggingar um hollara mataræði  og fá krakkana til að hreyfa sig.    Ég trúi þvi að hann sé týpa sem gæti gert það hallærislegt að fá sér pyslu, snúð og gos í morgunmat  og um leið gert gamla góða hafragrautinn svolítið "cool"

Já, ég er dálítið hrifin af Gillzenegger !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

30 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband