21.3.2008 | 02:13
að vaka lengi
Bræður fengu að vaka óhemjulengi í kvöld. Þeir vissu nefnilega að "Spæderman" 2 yrði á dagskrá sjónvarpsins í kvöld og voru harðákveðnir í að sjá hana. Foreldrarnir voru ligeglad á því og ákváðu að leyfa bræðrum að horfa enda allir komnir í páskafrí. Bræður áttu nú samt pínu erfitt með að halda sér vakandi og fannst myndin um ballettskóna sem var á undan ekkert mjög spennandi. En - bræður hresstust aðeins við að fara í náttföt og bursta tennur og svo ákvað mamman að það væri alveg ástæða til að koma herberginu í betra horf áður en stórmyndin byrjaði. Það kom nú reyndar dálítið babb í bátinn þegar þulan tilkynnti að atriði í myndinni væru ekki við hæfi ungra barna.
JA stóð strax upp, dæsti af vonbrigðum og fór inn í rúm þar sem hann grúfði sig ofan í koddann. Foreldrarnir , sem ekki höfðu orðað það að hann mætti ekki horfa á myndina, fóru á eftir stráksa sem hélt áfram að grúfa sig niður í koddann og var afar sár. Loksins náðu foreldrarnir þó sambandi við piltinn sem var komin með tárin í augun yfir því að missa af Spæderman. Hann hresstist þó við þegar foreldrarnir gátu komið honum í skilning um að þetta væri ekki "ljót" mynd, það gætu hins vegar komið stutt atriði sem honum þættu ljót og þá ætti hann bara að loka augunum á meðan. Hann tók gleði sína á ný, kom sér þægilega fyrir í sófanum undir teppi en spurði svo alllt í einu " Ef það kemur ljótt í myndinni, hvenær veit ég þegar það er búið "? Mamman lofaði að fylgjast með og láta hann vita. Meðan á þessu stóð lá hinn sonurinn sallarólegur í sófanum og beið eftir að myndin byrjaði. það var búið að segja að hann mætti horfa á myndina og þá skipti ekki nokkru einasta máli þótt einhver sjónvarpsþula væri að tala um að myndin væri bönnuð.
JA gafst upp rúmlega ellefu, fór inn í rúm og var sofnaður tveimur mínútum seinna. SÁ hafði það af að klára að horfa á myndina en það tók hann ekki margar mínútur að sofna. Það stefnir allt í að famelína sofi lengur en til átta í fyrramálið.
Eiginmaðurinn sá ekki fyrir sér að slappa af um páskana, fyrst það lá engin aukavinna fyrir þá var nú best að drífa í því að skipta um útihurðar á forstofu og þvottahúsi. Það eru sem sagt hafnar framkvæmdir á heimilinu með tilheyrandi umróti og ryki.
Um bloggið
kona á besta aldri
248 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.