23.3.2008 | 17:53
Ný hjól,nýjar útihurðar, páskaegg, hreindýrafille og rauðvín.
Er ekki lífið bara gott ?
Eins og búið var að lofa strákunum þá var haldið í hjólabúð í Reykjavíkinni í gær. Við vorum örlítið stressuð fyrir því hvort yrði opið (þótt svo starfsmenn búðarinnar væru búnir að segja það ) þar sem enginn svaraði símanum en ákváðum svo að treysta orðum starfsmanna.
Búðin var opin, mikið að gera og starfsmenn greinilega höfðu nóg að gera fyrir utan að svara í símann. Við fengum samt sem áður góða þjónustu, keyptum fín hjól og drifum okkur heim aftur. Bræðrum lá nú á að komast heim og reyna gripina. Vegna veðurs ( skítakuldi á góðri íslensku ) var nú ekki mikið um hjólreiðar í gær en úr því hefur heldur betur verið bætt úr í dag. Mamma gamla búin að þurrka rykið að hjólahjálminum sínum og fara í tvo hjólatúra í dag.
Smiðurinn mætti í gærmorgun eins og um var samið og með aðstoð eiginmannsins voru nýjar útihurðar settar bæði í forstofu og þvottahús. Reyndar er töluverð vinna framundan við frágang og svo á að mála líka, bæði forstofu og þvottahús. þannig að hér verður ryk og umrót einhverja daga í viðbót.
Bræður fengu páskaegg í morgun og eru komnir langleiðina með að klára þau. Enda hefur lítið matarkyns farið inn fyrir þeirra varir í dag. Úr því verður þó bætt fljótlega þar sem hreindýrafille a la bóndinn er að verða tilbúið Bræður verða þó að láta sér nægja malt og appelsín, ég tími ekki að deila rauðvínsflöskunni með þeim :
Gleðilega páska allir saman.
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.