Skóli á morgun

og mamman fegin að fá rútínuna í gang aftur.  Þó svo fríið hafi verið ljúft og gott þá finn ég samt að bræður eru farnir að sakna félagsskaparins úr skólanum og þurfa orðið að fá smá útrás !  Ætti að verða í lagi á morgun - bæði leikfimi í skólanum og svo fótboltaæfing. Joyful

Það eina neikvæða við skólann á morgun eru nestisboxin 4 sem ég á eftir að fylla Frown

JA var í heimspekilegum hugleiðingum við kvöldmatarborðið:

"Ef besti vinur manns deyr þá langar manni bara að gráta "  Já mamma var alveg sammála því.

" ef frænka manns, sem manni þótti skemmtileg, deyr þá langar manni líka til að gráta "  Já ég gat alveg samsinnt því líka.    Mömmur eiga ekki að vera með kaldhæðni þegar 6 ára heimspekingar velta hlutunum fyrir sér en mig langar óskaplega að vita hvort tárin koma bara ef frænkurnar hafa verið skemmitlegar.............

Bræður voru í góðu yfirlæti hjá ömmu í dag og fara þangað aftur á morgun.  mamman þarf að leita sér lækninga í höfuðborginni svo amma ætlar að bjarga málunum frá því að skólagæslan er búin og þar til pabbinn er búinn að vinna.  Mamman ætlar ekki að flýta sér heim þegar læknisheimsóknin er búin heldur heimsækja verslunarmiðstöðvar og athuga hvort henni tekst ekki að nota gjafabréfin sme hún fékk í jólagjöf.  ( Ef þetta er ekki lúxusvandamál þá veit ég ekki hvað, er búin að eiga rúmlega 20 þúsund í gjafabréfum síðan um jól en ekki komist barnlaus til þess að versla )

Er að hugsa um að koma aftur með sparnarráð hinnar hagsýnu húsmóður - miðað við þróunina í fjármálum þjóðarinnar þá sýnist mér ekkert veita af því.

´Góða nótt - húsmóðirin sem er að fara að búa til nesti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

almáttugur endilega skelltu inn sparnaðarráðum handa okkur hinum...ég veit sko um hagsýnina sem þú býrð yfir og mig vantar hana........

annars vona ég að þú munir njóta þess að vera barnlaus að versla

Ásta Björk Hermannsdóttir, 26.3.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

32 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband