29.3.2008 | 17:34
Ég er á sterum
O já - og meira að segja með læknisvottorð upp á að ég eigi að vera á þeim næsta árið - að minnsta kosti. Ég á að sprauta þeim í nefið - og árangurinn á að verða kverkaskítslaust líf, nef sem er hægt að anda í gegn um, bólgulausir kirtlar og háls og meira að segja nef sem finnur lykt.
Það var góð upplifun að rölta um verslunarmiðstöð seinni part á miðvikudegi, barnlaus og þurfa ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig. Góð tilfinning en það kostaði smá fyrirhöfn að rifja hana upp. Mér tókst að eyða öðru gjafakortinu og fór heim einum buxum, einu belti og einni flíspeysu ríkari.
Lét ginnast af slagorðinu " þar sem íslendingum finnst skemmtilegast að versla " og labbaði einn rúnt í gegn um Hagkaup. Fékk staðfestingu á því að sú skemmtun er ekki ókeypis. Sá að rúsínur ( sama tegund og sama stærð ) sem ég var nýbúin að kaupa í Bónus á 139 kr kosta 202 kr í Skemmtilegu búðinni. Kom svo við í Nóatúni á leiðinni heim og þar kostaði sama vara 179 kr.
"Hagsýnu húsmóðurgenið" fékk svæsið kast inni í skemmtilegu búðinni og ég ákvað að ísskápurinn heima væri ekki svo tómur að hann gæti ekki beðið til morguns.
Bræður eru bara ánægðir með að vera byrjaðir í skólanum aftur. JA er þó ennþá á þeirri skoðun að skólinn væri miklu skemmtilegri ef maður þyrfti ekki alltaf að vera að læra. Drengurinn kom mér aldeilis á óvart í fyrradag þegar við komum heim úr skólaseli. Veðrið einstaklega gott og nýju hjólin biðu óþreyjufull inni í bílskúr eftir bræðrum. Ég spyr bræður hvort þeir ætli út að hjóla smá stund áður en þeir lesi. " Ég ætla að lesa fyrst, það er nefnilega svo leiðinlegt " segir JA Mamman varð greinilega eitt spurningamerki í framan því hann bætti við, "best að klára þetta leiðinlega fyrst svo það sé búið " Jahá - það er greinilegt að það er allavega stundum farið eftir því sem mamma gamla segir.
SÁ er hættur með "broskallabókina" nú er honum treyst til að hegða sér vel. Spurning um hvað það gengur vel. Sá stutti hefur nefnilega verið að færast í aukana með að sýna sig fyrir bekkjarfélögunum og fá þá til að hlægja að sér. Ég hef grun um að kennarinn hans eigi eftir að hafa samband við mig fljótlega.......
Sparnaðarráð dagsins : skera kremtúpur og flöskur í tvennt til að ná afganginum út. ( þið verðið hissa þegar þið sjáið tannkremið sem er eftir í túpunni þegar þið haldið að hún sé tóm"
kveðja frá hinni hagsýnu húsmóður.
Um bloggið
kona á besta aldri
32 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tannkremstúpu trixið hefur komið áður, engu að síður gott trix.
Kv Ingþór
Ingþór (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:55
Segið svo að sparnaðarráðin hafi ekki virkað - norski bróðir mundi þetta allavega ( hvort sem hann fer eftir því eða ekki ) Annars var þetta nú aðallega fyrir nýja lesendur
Húsmóðir, 30.3.2008 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.