Ég var kölluð stelpa í dag *breittbros*

Ákvað að taka jákvæðnisdýfu á sunnudaginn og viti menn.  Dagurinn var hinn ágætasti.   Ákvað að vera ofurjákvæð í dag og mætti syngjandi í vinnuna í nýju neongrænu flíspeysunni minn:  Það vakti nú samt enga sérstaka lukku hjá vinnufélögunum sem horfðu á mig frekar pirruðum augum og spurðu :  Á hverju ert þú eiginlega ?    Eftir því sem líða tók á morguninn fóru munnvikin á mér að síga aðeins niður á við en þau ruku snarlega upp aftur þegar forstjórinn spyr " er stelpan búin að borga út launin "   " Stelpan " sem heldur upp á fertugsafmælið sitt á næsta ári var alsæl með þessa spurningu Grin

 Bræður lærðu 1 apríl fræðin greinilega í skólanum í dag því að á leiðinni heim ( fórum gangandi heim aldrei þessu vant ) létu þeir dæluna ganga "

" mamma það er gat á buxunum þínum "  -   " mamma það er gat á flíspeysunni þinni "  -  " mamma það er gíraffi fljúgandi upp í loftinu "  -  "  mamma sérðu geitina á bak við þig"   og þar fram eftir götum.     Ég reyndi að telja þeim trú um að það væri  krókódílasteik í matinn.  En bræður létu ekki plata sig svo auðveldlega.

Þar sem veðrið var gott ákváðu bræður að fara út að hjóla með mömmu gömlu í eftirdragi..   Stuttu eftir að við lögðum af stað heyrist í JA " Ég ætla að hafa partý á laugardaginn heima"   þegar ég fór að spyrja nánar út í það kom í ljos að stráksa þykir allt of langt þar til hann á afmæli  og það alveg nauðsynlegt að halda partý í millitíðinni.  Veitingarnar eiga að vera popp, kex og kaka. Wizard    Ég veit ekki við hverjum er boðið né hverjir eiga að sjá um veitingarnar.  Allavega er ekki búið að tala við mig.

Sparnaðarráð dagsins : Ef mjólkin eða rjóminn er kominn á dagsetningu þá er um að gera að frysta.  Ísmolabox/form eru fín til að frysta rjóma í.  Þá er alltaf hægt að kippa 1-2 "molum" ef vantar í sósuna eða súpuna.       

    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

33 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband