Mamma - þú eignast ekki fleiri börn

sagði JA við mig eitt kvöldið þegar við kúrðum saman í sófanum eitt kvöldið.  " Nú sagði ég hálf hissa á þessari fullyrðingu sem kom alveg upp úr þurru "  Af hverju segir þú það ?  Drengurinn horfði á mig með einlægni og svaraði svo ´" þú ert orðin svo gömul "

Þá veit maður það !  Annars hafa bræður aldrei sýnt því áhuga á að eignast systkini og JA frekar verið á móti því ef eitthvað er.  Þegar hann var milli 3-4 ára spurði ég hann að því hvort honum langaði að eignast lítinn bróður eða systur.  Hann hélt nú ekki  - hann átti Pó , stubbadúkkuna sína go það var sko meira en nóg.  Hann þurfti sko ekki á samkeppni að halda um athygli mömmu sinnar frá neinum smákrakka.

Nú þremur árum seinna er hann enn sömu skoðunnar fyrir utan það að smákrakki myndi stinga öllum kubbunum hans og bílunum upp í sig.  Hann hefur sko hvorki löngun né þörf fyrir systkini. Pouty

Við hjónin tókum skurk í þrifum í dag og nú get ég slappað af - var farin að óttast að heilbrigðiseftirlitið myndi mæta á svæðið og dæma það óhæft til búsetu.   Veðrið er glimrandi gott en bræður eiga eitthvað erfitt með að dunda sér úti við.  Við fórum í góðan hjólatúr áðan en útiveran eftir að heim kom entist stutt.   Kannski hanga þeir fastar í pilsfald mömmu sinnar en hún gerir sér grein fyrir Woundering 

er að fara í sturtu og að taka mig til - er að fara á árshátíð í kvöld. Wizard

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtu þér vel.

kv Ingþór

Ingþór (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Þau eru svo einlæg þessi börn...

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.4.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

248 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband