Hammond hátíð framundan

Árshátíðin búin og voða gaman.  Góður matur, góð skemmtiatriði og síðast en ekki síst - skemmtilegt fólk.  Það gerist ekki betra.  Drengirnir í góðum höndum hjá afa og ömmu í rauða húsinu á meðan.   

Það var samt ekki í boði að sofa mikið fram eftir þar sem bræður höfðu fengið boðsmiða í Bíó frá Sparisjóðunum á hinn eina sanna Bubba Byggir.  Við vorum því mætt í Smárabíó rétt fyrir klukkan 12 á Sunnudeginum.    Whistling  það besta við sýninguna var hvað hún var stutt.

Tókum svo búðarrúnt bræðrum til lítillar ánægju - Hagkaup - Ikea - Byko -  Bónus.   Þetta var ekki alveg þeirra uppáhald enda höfðu þeir fengið að vaka fram eftir kvöldi og leika sér í tölvunni í afa og ömmuhúsi.  Bræður vakna hins vegar alltaf snemma.  Úrillir og svangir bræður í búðarferð er ekki góð blanda og þráðurinn í foreldrunum var farinn að styttast all verulega í annan endann.  það lagaðist þó allt eftir heimsókn á American Style !

Bræður eru duglegir að lesa og síðustu tvö kvöld hafa bræður viljað lesa fyrir mömmu sína áður en hún les kvöldsöguna fyrir þá.  Cool Cool   Sumir eru meiri töffarar en aðrir.

Ég reyndi að vera ægilega skipulögð og ætlaði að vera ofurgóð mamma.  Senda einn bróður í skólasund og eiga smá tíma með hinum bróður í dag.  Senda svo hinn bróður á sundæfingu á morgun og eiga þá smá tíma með hinum.  það gekk ekki - skólasund fellt niður í dag ( sundlaugin svo köld )    það fór því enginn í sund og tveir með mér heim.   ákvað að slaka á steinaldarklónum og gaf grænt ljós á PleiSteisjon þegar búið væri að læra.  JA dreif sig í verkið og kláraði það af en SÁ sem þarf alltaf að gera eitthvað annað fyrst var hálfnaður þegar bekkjarbróðir SÁ kom í heimsókn.   það var ánægður strákur sem fór í tölvuleik með bekkjarbróður en að sama skapi úrillur strákur sem sat yfir skriftarbókinni sinni að kvöldmat loknum.  Angry   mamma var ekki í uppáhaldi þá.

Stefnan tekin á Hammond hátíð um mánaðamótin   sjá hér   - er farin að hlakka til.  Ætla ekki að segja bræðrum frá því fyrr en nær dregur.  Það er nefnilega svo skelfing erfitt að bíða.  Sérstaklega þar sem þeim þykir allt of langt síðan þeir hafa heimsótt afa og ömmu fyrir austan.

Bið að heilsa í bili.  húsmóðirin sem bauð upp á kjúklingalasagna í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hlakka svo tilbæði á hammond og líka að fá elsku ömmustrákana mína já já líka ykkur hin

mamma/amma (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

248 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband