Megrun sem virkar

Maður hringir í fyrirtæki og pantar hjá þeim "misstu 5 kg á 5 dögum" pakkann.

Daginn eftir er barið á dyrnar hjá honum og fyrir utan stendur íturvaxin 19 ára snót í engu nema Nike hlaupaskóm. Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig".

Hann lætur ekki segja sér það tvisvar og stekkur á eftir henni. Eftir nokkra kílómetra er hann orðinn móður og másandi og gefst upp. Sama stúlkan mætir á þröskuldinn hjá honum næstu 4 dagana og það sama gerist í hvert skipti. Á fimmta degi vigtar félaginn sig, og viti menn, hann hefur misst 5 kg.

Hæstánægður með árangurinn hringir maðurinn aftur í fyrirtækið og pantar hjá þeim
"misstu 10kg á 5 dögum" pakkann.

Næsta dag er bankað á dyrnar og fyrir utan stendur einhver sú fallegasta og kynþokkafyllsta kona sem hann hefur á ævinni séð. Hún er eingöngu klædd í Reebok hlaupaskó. Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig".

Eins og elding tekur hann á rás á eftir skvísunni. Hún er auðvitað í fantaformi og þó hann reyni sitt besta nær hann henni ekki. Næstu fjóra daga heldur þessi rútína áfram og hann kemst smám saman í betra form. Á fimmta degi vigtar hann sig og sér til ómældrar gleði hefur hann misst 10 kg.

Hann ákveður að leggja allt í sölurnar og hringir og pantar "misstu 25 kg á 7 dögum" pakkann.

"Ertu alveg viss?"spyr sölumaðurinn " Þetta er erfiðasta prógrammið okkar"

"Ekki spurning" svarar félaginn, "mér hefur ekki liðið svona vel í mörg ár".


Daginn eftir er barið á dyrnar, og þegar hann opnar stendur risastór, helmassaður karlmaður fyrir utan í engu nema bleikum hlaupaskóm.


Um hálsinn á honum hangir skilti sem á stendur "Ef ég næ þér, er rassinn á þér MINN!"



Félaginn missti 32 kg í þeirri viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birgitta ! Þetta var of mikð. Brandari sem sendur er á milli í e-pósti og í þokkabót verulega gamall og léleg útgáfa af öðrum brandara.

Það verður ekki vísað á þetta blogg á minni heimasíðu.

kv, Norski bróðir

Ingþór (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 19:28

2 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

mwuhahhahaha mér finnst þessi alveg frábær........einn sá besti  sem ég hef heyrt í laaaaaangann tíma..ég datt næstum af stólnum þegar ég las hann...

Ásta Björk Hermannsdóttir, 19.4.2008 kl. 10:34

3 Smámynd: Húsmóðir

sorry minn kæri bróðir - ég sá hann á annarri heimasíðu í gær ( og stal honum þar )   Fannst hann alveg hrikalega fyndinn.  Er hallærisleg húsmóðir á landsbyggðinni, nettengd þó, og var að sjá hann í fyrsta skipti.   Lifi það af að það sé ekki vísað á mig.

Húsmóðir, 19.4.2008 kl. 13:32

4 identicon

Hér kemur þá einn frá mér. 

Karlinn og sínöldrandi eiginkona hans, fóru í ferð til Jerusalem. Þar andaðist eiginkonan.  

Útfararstjórinn bauð karlinum tvo kosti:  Það kostar 350.000 kr að senda hana heim og þá er athöfnin eftir, en við getum grafið hana hér í Landinu helga fyrir 10.000 kr.

Karlinn velti þessu svolítið fyrir sér og sagðist svo vilja senda hana heim.

Af hverju ættir þú að sóa 350 þúsundum til þess að senda konuna heim. Það væri bara indælt að henni væri búinn legstaður hér, auk þess sem það kostar ekki nema 10 þúsund krónur.

Sá gamli svaraði:  "Fyrir löngu síðan lést hér maður, hann var grafinn hér, en á þriðja degi þá reis hann upp frá dauðum.  Ég get bara ekki tekið þá áhættu."

Ingþór (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 16:01

5 Smámynd: Húsmóðir

Ha ha ha - þessi var NÆSTUM eins góður og NÆSTUM eins hallærislegur og minn.

Stal þessum líka af netinu......

"ein saga sem ég heyrði var af bónda hér í denn. Merin hjá honum hafði slasað sig og var með sár á síðunni. Honum var sagt að það virkaði vel að fara í apótekið og kaupa dömubindi til að setja á sárið. Bóndinn fer í apótekið og biður um dömubindi, afgreiðsludaman spyr hann hvað stórt og bóndinn gerir svona bil á milli puttana og segir: ég veit það ekki en rifan er sirka svona stór ;o) 

Húsmóðir, 19.4.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

30 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband