Dramadrottning í húsi mínu.

JA fór með bróður og frændum út að hjóla áðan.  Ægilegt fjör en stuttu seinna kemur stráksi skælandi í fylgd stóra frænda inn aftur með uppbretta ermi og sár á hendinni.  Mamman setur blautan, kaldan þvottapoka á sárið og meðan hún  klippir niður plástur skælir stráksi

" uhuhuuuuu  þetta er svo sárt "    engin viðbrögð frá mömmunni

" uhuhuhuhu þetta er geðveikt sárt  ( í aðeins hærri tóntegund )"  ennþá engin viðbrögð frá hinni kaldlyndu móður

" uhuhuhuuuuuu  þetta er versti dagur lífs míns  skælir stráksi áfram "    Hvað segiru elskan mín , er þetta versti dagur lífs þíns   - loksins koma viðbrögð frá hinni kaldlyndu móður sem hefur loksins lokið við að klippa niður plástur og setja hann á sárið.

"  uhuhuhuhuuuuuu já, heldur stráksi áfram, ég held ég sé að deyja "    Þá fannst mömmunni nóg komið, snýtti stráksa og þurrkaði tárin, gaf honum gott knús og sagði honum að sem betur fer þyrfti nú meira til en eina kollsteypu af hjólinu til þess að hann myndi deyja.   Stráksi þagnaði, hélt um hendina,  fór fram í sófa og lagðist þar.   10 mínútum seinna var kominn tími til að fara á fólboltaæfingu og engin miskunn hjá hinni kaldlyndu móður - við færum hjólandi.

Stráksi sem upplifði versta daginn í lífi sínu og var við dauðans dyr fyrir tæpum klukkutíma er nú á fótboltaæfingu Whistling

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Jemundur minn að þú skulir senda drenginn á fótboltaæfingu klukkutíma eftir að hann er við dauðans dyr...........mwuhahahahaha

Æi þau eru stundum svolítið dramatísk þessar elskur.

kv úr Hlíð 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 20.4.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

30 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband