25.4.2008 | 22:10
úr heimi húsmóður og ferð með sjúkrabíl
Ekkert blogg undanfarna daga þýðir ekki endilega að það gerist ekki neitt. Það er frekar spurning um hvort það sé fréttnæmt það sem er að gerast. Hið daglega líf hljóðar nokkurn veginn svona, vinna, skóli, borða, sofa, læra, leika sér, þvo og þrífa og þar fram eftir götum.
það er komið sumar - eða allavega sumardagurinn fyrsti. Voða gott að fá aukafrídag. Hann var notaður til að þvo gólf, þvo þvott og ganga frá, þrífa baðherbergi og svo frv. það þurfti líka að koma bræðrum á fótboltaæfingu, fara með þá á leiksýningu og bjóða þeim upp á ís. Svo þurfti að láta læra og lesa og síðast en ekki síst - að taka til í herberginu sínu. það gekk ekki þrautalaust.
Ég byrjaði á því um morguninn, rúmlega 10 að sópa saman dótinu sem lá eins og hráviður út um allt gólf í bræðraherbergi, í einn haug og láta bræður vita af því að það sem yrði ennþá á gólfinu þegar þeir færu að sofa um kvöldið færi í poka og út úr herberginu. Bræður gáfu lítið fyrir það. Rúmum klukkutíma seinna ítrekaði ég skilaboðin og þá hófust samningaviðræður af hendi bræðra
" hvað má gera þegar er búið að taka saman ?" ( það þýðir" megum við sem sagt fara í tölvuna þegar er búið að taka saman ?) Mamma gaf ekki grænt ljós á það Bræður ákváðu þá að byrja á verkinu en tóku sér síðan góðan tíma í að rökræða hver ætti að gera hvað. Báðir voru til í að skipuleggja og stjórna en hvorugur var til í að hefjast handa. Mér taldist til að þeir hefðu tínt sitthvora 10 legókubbana upp í kassann. Hvorugur ætlaði að gera meira en hinn. Bræður leika sér hins vegar sjaldan eins vel og þegar þeir eiga að vera að tína saman og það var engin undantekning á því. Ró og friður í bræðraherbergi en minna fór fyrir tiltekt.
Eftir annasaman dag og heimalærdóm voru bræður orðnir ansi þreyttir. Þá minnti ég þá aftur á hvað myndi gerast með dótið sem yrði á gólfinu þegar þeir færu að sofa. Ekki vildu þeir sjá á eftir dótinu í poka svo þeir hófust handa. - við að skipuleggja verkið - og leika sér aðeins í leiðinni. það hafðist að koma öllu í röð og reglu en naumt var það - klukkan átta og tveim mínútum betur var hægt að ganga um gólf í bræðraherbergi án þess að stíga ofan á kubba eða dót. Bræður voru nokkuð ánægðir með sjálfa sig og eftir að búið var að lesa kvöldsöguna liðu ekki margar mínútur þar til þeir voru sofnaðir.
SA fór sína aðra ferð með sjúkrabíl í dag - datt ofan af leiktæki á skólalóðinni og beint á bakið. Þetta var ansi hátt ( 4-5) metrar og hjúkrunarfræðingurinn vildi ekki taka neina áhættu. Sem betur fer var pabbinn að vinna í næsta húsi við skólann og var fljótur á svæðið. Þeir feðgar fóru því sama í sjúkrabílnum til Reykjavíkur. Stráksi var skoðaður hátt og lágt og var bara sprækur. Aumur í bakinu og lurkum laminn en samt ekki verr haldinn en svo að hann vildi frekar fara í skólagæsluna og leika við krakkana heldur en að fara heim með mömmu sinni og láta dekra við sig heima. Stráksi er harður af sér og kveinkar sér ekki en þar sem hann gengur um húsið í staðinn fyrir að hlaupa þá er ég nokkuð viss um að hann finnur til. Það er spurning hvort hann getur tekið þátt í fótboltamótinu á sunnudaginn - það verður bara að koma í ljós.
Ég komst ekki til að kaupa nýja rennilása í flíspeysur af bræðrum - ætlaði að vera ægilega húsmóðurleg um helgina og sauma. kemur í ljós seinna hvað verður.
kv húsmóðirin sem gleymdi alveg að vera hagsýn í dag.
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
stráksi bara sex ára og komnar tvær ferðir með sjúkrabíl, en sem betur fer fór þetta vel vonum bara að hann nái sér fljótt og vel, það er sama reglan hér heima með dótið í herberginu, elsta dóttirin er nokkuð treg við að taka til svona í seinni tíð ,en þetta dugar vel á hana eftir að dótið fór í poka hér einu sinni um árið en yngstu krílin eru ennþá dugleg við að taka saman dótið, sama regla mun vera áfram við líði hér á bæ,
heyrumst síðar kv Ágústa
p,s. þér er ennþá velkomið að ræða vissa hugmynd
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 26.4.2008 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.