27.4.2008 | 23:52
Enginn með sjúkrabíl í dag
Ekki úr þessari fjölskyldu - bara svo það sé á hreinu.
Bræður tóku þátt í sínu fyrsta fótboltamóti í dag - " var rústað af 5 liðum" sagði pínulítið svekktur bróðir á leiðinni heim en var samt ánægður með daginn. Liðið spilaði 6 leiki og tapaði öllum. Þetta var hins vegar mjög gaman og bræður ánægðir með daginn. SÁ harkaði af sér og spilaði með. Sá fram á að hann gæti hlaupið og gerði það. Hann ætlaði sko ekki að sitja á einhverjum varamannabekk. Aðstoðarþjálfarinn sem sá um reynsluminna liðið passaði reyndar mjög vel upp á að allir fengju að vera með og var duglegur að skipta mönnum út. Það var fínt - þá gat strákur aðeins hvílt bakið.
Að móti loknu fengu þáttakendur verðlaunapening, pizzu og svala. Það rann bæði fjótt og hratt niður. Við heimsóttum afa á spítalann og SÁ stóð við loforðið um að gleðja afa og vera í Liverpúl bol. það virkaði. Afa líður betur en er bæði fölur og fár. Frekar ræfilstuskulegur og slappur. það verður erfitt fyrir afa að vera sjúklingur og ennþá erfiðara fyrir ömmu að hafa afa sem sjúkling. Afi þarf samt að fara mjög vel með sig og láta sér batna.
ég sagði bræðrum í kvöld að við ætluðum á annað landshorn fljótlega. Þeim leist vel á það en höfðu áhyggjur af því að þeir hefðu nú engan til að leika við. Ég hef ekki áhyggjur af því að þeim leiðist.
Nú á ég tvo bræður í útlöndum - annar heima hjá sér í Noregi og svo annan sem er að fara að opna útibú frá fyrirtækinu sínu í Póllandi. Ég held samt að hann sé ekki fluttur ! Læt ykkur vita ef hafnfirski bróðir breytist í pólska bróður Þetta hljómar samt eitthvað öfugsnúið - Íslendingar að fara til Póllands til að vinna ????
Jæja - nestisboxin bíða spennt eftir því að verða fyllt - Mánudagur, vinna og skóli framundan !
Um bloggið
kona á besta aldri
30 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ er búin að fá norskan strák til að passa bæði á fos.og lau.kvöld
hlakka til að sjá ykkur
amma/mamma (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.