Æm bakk

komin heim úr 4 daga ferð austur á firði og um leið 4 daga tölvubindindi. - bara gott.

Er ennþá alsæl eftir Hammondhátíðina - ótrúlega skemmtileg upplifun - Er þreytt í skrokknum eftir aksturinn að austan enda strekkingur alla leiðina og það verður að viðurkennast að sætið í bílnum og ég náðum ekki saman á þessari keyrslu.

Nenni ekki að blogga núna - vinna og skóli framundan á morgun.  það er greinilegt að maður er kominn heim - nestispakkar sem bíða fyrir morgundaginn.

Fékk tölvupóst ( svar)  frá kennara sonar míns í vikunni sem ég ætla að leyfa að fljóta með en ég þurfti að fá frí fyrir drengina einn dag í skólanum og svo vildi til að löggan kom í heimsókn akkúrat þann dag.

( mamma )

.................Já hann er pínu svekktur yfir því að missa af löggunni en það verður bara að
hafa það.
Ég ætti kannski bara að vera fegin að hann verður ekki - hann var nefnilega
að segja mér um daginn að löggan kæmi seinna í heimsókn.  " Þegar löggan
kemur ætla ég að vera pínu óþægur "  
Mér leist nú ekkert á það og spurði af hverju ?  " jú honum langaði svolítið
að vita hvernig væri að vera settur í handjárn "   ( úff )

( svar frá kennara )

Hann er alltaf með skemmtileg svör. Hann stökk einmitt upp á borð á mánudaginn og sagði við mig dansandi "Kennari" hvað er ég kominn með marga miða? (Heðgðunarmiða sem eru í gangi í skólanum) Ég spurði af hverju hann væri að spyrja að því. Nú mig langar svo að hætta að skólanum.  !

Hann ætlar nú samt að mæta á morgun !

kv mamman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband