Nú hef ég sofið með Spædermansæng

Kom nú ekki til af góðu - einhvern tímann undir morgun skríður annar sonurinn upp í mömmurúm.  Þó maður sé næstum 7 ára ofurtöffari í skóla og sletti orðum eins og "fokk og sjitt " í tíma og ótíma þá er maður samt ekki of stór til að skríða í mömmurúm á nóttunni.

En - stráksi þarf og vill sitt pláss, sérstaklega þegar hann er sofandi.  Hann stækkar en rúmið ekki.    Að lokum sá ég fram á að ef ég ætlaði ekki á fætur um hálf sex í morgun þá yrði ég að finna mér annan svefnstað.  Stefnan var tekið á stofusófann en  - þegar ég sá rúmið með Spæderman sænginni þá kviknaði smá ljós í mínum annars svefndrukkna heila Woundering - og  ég þangað. 

Ég hef nú oft sofið betur - og lengur - en ég svaf þó  í tæpan klukkutíma Sleeping - með Spæderman sæng og spæderman kodda.    - geri aðrir á fertugsaldri betur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband