fjöruferð og strokupiltar

í skólanum hjá bræðrum í vikunni - sitthvorn daginn þar sem bræður eru í sitthvorum bekknum.    Degi fyrir fjöruferð kom miði heim úr skólanum um tilhögun ferðarinnar.  M.a áttu börnin að koma með auka drykk - en það mátti ekki vera gos. 

Ég horfði á miðann í smá stund  - þarf virkilega að taka svona fram ?  Eru virkilega einhverjir foreldrar sem finnst allt í lagi og myndu senda barnið sitt með gos í fjöruferð.  Þetta er 1 bekkur í grunnskóla.  - Woundering 

Bræður voru í essinu sínu í gær  - NOT - þegar þeir komu heim úr skólagæslu. Harðneituðu að fara á sundæfingu og stungu svo af til að finna leikfélaga - komu  heim  nokkru seinna til að spyrja hvort þeir mættu fara heim til leikfélagans.  Urðu hinir fúlustu þegar það leyfi fékkst ekki og ruku út.  Stuttu seinna voru þeir stungnir af aftur.  Devil    Hin illa innrætta móðir kláraði að eldamennskuna og hélt svo af stað til að hafa uppi á strokudýrunum.  Það tók ekki langan tíma enda vita og geta mömmur allt.   Það voru frekar lúpulegir bræður sem hjóluðu heim með mömmu sinni.   Bræður máttu þola frekar leiðilegar umræður við matarborðið um orsakir og afleiðingar óhlýðni.   Þeir gátu m.a ekki notað hjólin sín í dag.   Til að toppa daginn fyrir SÁ þá hringdi kennarinn hans heim til að láta okkur vita að hann hefði ekki fylgt reglum og fylgt hópnum í fjöruferðinni. 

Ég var sko ekki í uppáhaldi í gær - það fór ekki fram hjá mér.  Eftir allt þetta vogaði ég mér svo að láta bræður  lesa heima.  Ef það hefði verið hægt að skipta mér út fyrir aðra mömmu í gær þá hefði það verið gert.

Erfitt líf stundum.    það var þó skárra í dag enda veðrið í sólskinsskapi.  Engin miskunn með sundæfingar - bræður skyldu í sund.  SÁ nöldraði og skammaðist yfir því  að þurfa að mæta - sundæfingar væri bæði langar og erfiðarAngry     Skil ekki ennþá af hverju hann var síðastur upp úr lauginni þegar æfingin var búin.  

Ég þokaðist ofar á vinsældalistanum í dag - enda annað ekki hægt - neðar komst maður ekki.

Spáð úrhellisrigningu á morgun og ekki líklegt að bræður fari út að hjóla - þó svo að refsingunni verði aflétt á morgun og hjólin megi aftur koma út undir ferskt loft.

Ætla að fara að taka til nesti - Pinch

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

kanast við þetta með að vera grimm mamma ég hef boðið stóru stelpunni hvort önnur mamma kæmi til greina en það er ekki tekið vel í það, svo er ég víst voða ströng og mætti vera með meiri þolinmæði að sögn dótturinnar,það er að færast nær og nær þessi erfiði aldur hef ég heyrt frá foreldrum barna á sama aldri,

hafið það sem allra best kv Ágústa

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 9.5.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Já það er sko þannig að það þarf að taka fram að ekki megi koma með gos í fjöruferð í 1.bekk í grunnskóla...og sumum foreldrum finnst bara ekkert að því.

Þó skal það tekið skýrt fram að ég er ekki eitt af þeim foreldrum

Málið er jú víst með börn að þau þurfa aga og alveg er það með eindæmum hversu agalaus börn eru orðin í dag.

Við ættum kannski að stofna svona "vondra mömmu klúbb" hehe

kv. 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 9.5.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Hæ Húsmóðir! Þú hefur verið klukkuð þannig að þú átt að skrifa niður 7 atriði sem þú ert þakklát fyrir og klukka síðan 5 aðra. :) Eigðu góðar stundir!!

Ruth Ásdísardóttir, 9.5.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband