Ég var klukkuð

Gamall vinnufélagi og núverandi Bloggvinur klukkaði mig.  þannig að ég ætla að setja á blað 7 atriði sem ég er þakklát fyrir.   Það er reyndar óendanlega margt sem ég er þakklát fyrir en það eru ennþá fleiri atriði sem ég ætti að vera þakklát fyrir. 

Ég er þakklát fyrir

eiginmann minn

strákana mína

góða heilsu

góða vini og fjölskyldu

skemmtilega vinnu og gott vinnuumhverfi

Þak yfir höfuðið

og gott líf


Það sem ég ætti að vera þakklát fyrir en kann ekki að meta þvi ég hef það svo gott og tek öllu sem sjálfsögðum hlut er t.d. þetta
  

    Fyrir litlu systir mína,
    sem hringir til að kvarta yfir að þurfa að hjálpa til heima,
    því það þýðir að hún er heima,
    og ekki á götunum

    Fyrir skattana
     sem ég þarf að borga
    því það þýðir að ég hef atvinnu

    Fyrir allt draslið
    sem þarf að taka til eftir party
    því það þýðir að ég hef verið umkringd vinum

    Fyrir fötin
    sem eru aðeins of lítil
    því það þýðir að ég hef nóg að borða

    Fyrir skuggann
    sem fylgist með mér vinna
    því það þýðir að ég er úti í sólinni

    fyrir lóðina sem þarf að slá,
    gluggana sem þarf að þrífa,
    og þakrennuna sem þarf að gera við,
    því þetta þýðir að ég á heimili

    Fyrir allar kvartanirnar
    sem ég heyri um yfirvöldin
    því það þýðir að við höfum frelsi til að tala...

    Fyrir bílastæðið
    sem ég fann við enda bílastæðanna
    því það þýðir að ég er fær um að ganga
    og hef farartæki

    Fyrir þennan risa hitaveitureikning
    sem ég var að fá
    því það þýðir að mér er ekki kalt
   
    Fyrir hrúguna
    sem ég þarf að þvo og strauja
    því það þýðir að ég hef föt til að vera í

    Fyrir þreytuna og verkjunum
    sem ég finn fyrir í lok dagsins,
    því það þýðir að ég get unnið

    Fyrir vekjaraklukkuna
    sem vekur mig að morgni dags
    því það þýðir að ég er á lífi!

Ég klukka svo nokkra bloggvini - farið því að hugsa ykkur um !

kv frá þakklátri húsmóður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband