14.5.2008 | 22:05
Það var sumar í bænum mínum í dag.
Ég hef fundið þetta á mér í morgun - hafði hvorki löngun að elda né borða hafragraut svo ég bauð bræðrum upp á "boost" drykk úr skyri og ávöxtum. Þeir tóku því vel en fannst samt skrítið að fá svona ískaldan morgunmat.
Leyfði bræðrum að fara á flakk þegar skólasundi var lokið. Vinurinn sem átti að heimsækja var ekki heima svo bræður lögðu bara land undir fót og heimsóttu annan vin. ( höfðu nú ekki leyfi til að fara alveg svo langt en............................ ) stundum er allt of langt að fara heim og spyrja um leyfi
Eftir kvöldmat voru bræður óvenju duglegir og fljótir að lesa heima enda máttu þeir fara út að lestri loknum. - maður lætur ekki segja sér svoleiðis tvisvar. Þegar klukkan var orðin 15 mínútum yfir leyfilegan útivistartíma og bræður ekki komnir heim fór ég um hverfið að leita. Fann þá alsæla hoppandi á trampólíni með Eyþóri nýjasta vini sínum ( sem er svo stálheppinn að eiga trampólín í garðinum )
Það má búast við að bræður verði þreyttir í fyrramálið - þrátt fyrir að vera komnir í rúmið og búnir að hlusta á kvöldsögu þá eiga þeir erfitt með að slaka á og sofna.
Í gær fóru bræður í myndatöku og sóttu um vegabréf - það er nefnilega farið að styttast í Spánarferð
Ennþá eru framkvæmdir á heimilinu - nú hamast eiginmaðurinn við þakið. Smíðar og sagar og borar og neglir. það er fjör en verður ægilega fínt þegar nýtt þak verður komið. - þá verður okkar hús ekki lengur með ljótasta þakið í götunni. 1
kveð í bili
Um bloggið
kona á besta aldri
32 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.