Home alone !

Merkilegur áfangi í dag hjá JA - hann var einn heima í smá stund. !

Bræður fóru út að leika eftir að við komum heim í dag - fengu að fara á flakk og áttu að koma heim klukkan 6.  Allt í lagi með það.

Mamman upptekin heima á meðan og sá svo fram á að ef hún færi ekki í búð fengi enginn kvöldmat.   Í því augnabliki kemur JA heim - nennti ekki að leika lengur.  Mamman ákvað að treysta stráksa til að vera einn heima og hann hélt nú að það væri lítið mál, ekki laust við stolt í svipnum yfir að vera svona "stór"  Til öryggis skrifaði mamma gsm númerið sitt á blað með stórum stöfum.

Mamman labbar í búðina (rösklega, örlítið stressuð yfir barninu heima ), veðrið var gott og bensínið hækkar með hverjum klukkutímanum. - best að spara örlítið. 

Stuttu eftir að mamman er komin í búðina hringir stráksi - hann er ennþá aleinn heima !  Á milli þess sem ég róta mjólkurvörum ofan í körfuna spjalla ég við stráksa.  Hann ætlar að halda áfram að horfa á barnatímann.  Ég hleyp á milli kæla í búðinni og ákveð svo að eiginmaðurinn grilli hamborgara þegar hann komi heim.

2 mín seinna hringir stráksi aftur " Bróðir minn er ekki kominn heim ennþá - ég er búinn að bíða eftir honum í meira en 10 mínútur "   erfitt líf.    Ég fullvissa stráksa um að ég sé að borga matinn og sé að fara að labba heim.  Hann leggur á.

Ég arka heim , þeir sem sáu litla kellingu í eplagrænni flíspeysu með Nettópoka í sitthvorri hendi stika stórum skrefum heimleiðis - þeir voru að horfa á mig Cool

Þegar ég á eftir ca 50 metra heim að húsinu okkar hringir stráksi  - hann er ennþá aleinn heima en verður glaður þegar ég segi að ég sé rétt hjá húsinu okkar.  Hann er ennþá með símann í hendinni þegar ég kem inn.  Hann var nú samt frekar ánægður með sjálfan sig - hann var nú aleinn heima í u.þ.b 20 minútur !!!

Ég er ekki búin að taka hamborgarana upp úr pokanum þegar eiginmaðurinn hringir og lætur mig vita af því að hann hafi tekið að sér aukavinnu og kom ekki heim fyrr en seint í kvöld.   Þá var enginn til að grilla - ( ég borða ekki hamborgara og kann ekki að grilla þá ) svo að heimagrilluðum hamborgurum var skipt úr fyrir pizzutilboð. Joyful   Þegar þarna er komið er hinn týndi bróðir búinn að skila sér heim.   Bræður eru sáttir við kvöldmatinn og ekkert mál að bíða einir heima meðan mamma sækir flatbökuna. 

Ég fer af stað.  Tveimur mínútum seinna er hringt  (Akkúrat meðan ég er tala við afgreiðslustúlkuna á pizzastaðnum )   " mamma ég er svo svangur " Halo  Ég fullvissaði stráksa um það að ég væri á leiðinni heim - með pizzuna!   Var komin heim tveimur mínútum eftir að símtalinu lauk.

Hinn svangi sonur gat nú samt ekki sest að matarborðinu fyrr en 10 mínútum eftir að pizzan var komin á borðið - pizzan gat alveg beðið en ekki barnaefnið í sjónvarpinu. 

Frí á morgun - styttist í sumarfrí - síðasti heimalærdómurinn í fyrsta bekk kláraður um helgina - gott veður og svo afmæli hjá skólafélaga á morgun.  Lífið er svo sannarlega bara fínt þessa dagana  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

32 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband