Skólinn búinn, sjómannadagur og Fjölskyldudagur - brjálað að gera.

Jæja - nóg að gera á stóru heimili - eða þannig.

Síðasta vika hefur ekki einkennst af miklum lærdómi hjá bræðrum - kannski sem betur fer.  Þeir eru svo löngu búnir að fá nóg af námsbókum og tilbúnir í sumarfrí.  Fimmtudagur var útileikjadagur  og þurfti ekki einu sinni að mæta með skólatöskuna í skólann.  Á föstudaginn var enginn skóli  - bara viðtal við kennara.  Á mánudag eru svo skólaslit og bræður þurfa ekki að mæta í skóla fyrr en að hausti - í annan bekk. CoolCool

Sjóarinn síkáti er hér alls ráðandi - bræður voru harðákveðnir í að fara á bryggjuball á föstudagskvöldi en JA varð að játa sig sigraðann og var sofnaður fyrir klukkan átta um kvöldið.  Sleeping  Þó svo maður sé sex ára ofurtoffari og fyrsti bekkur sé nánast að baki, veðrið sé gott og það sé ægilega spennandi að vera úti eftir kvöldmat, þá dugir það ekki að vera vakandi til rúmlega 10 á kvöldin.  Sérstaklega þegar maður vaknar ALLTAF snemma.  Sá var þó aðeins hressari  og við kíktum niður eftir þegar klukkan var að verða níu.  Ballið var ekki byrjað, bara verið að stilla hljóðfærin, lítið af fólki komið á svæðið og svo vildi mamman alls ekki kaupa neitt nammi.  Pouty

Sonurinn tók því ágætlega í að fara heim fljótlega, sérstaklega þegar mamman gaf grænt ljós á það að hún tæki jákvæðar í sælgætisát daginn eftir.   'i stuttu máli sagt þá var laugardagurinn ( eftir hádegi ) tóm hamingja:  Hoppukastalar, nammi, ferðir á fjórhjóli, veltibíllinn frá Sjóvá, meira nammi og svo nokkrar salibunur aftan á mótorhjóli.  - þegar maður er sex ára þá gerist lífið ekki betra.  Mamman var hins vegar uppgefin eftir að standa upp á endann og bíða og bíða og bíða í rúma fjóra tíma.   En þetta er víst bara partur af djobbinu, ekki satt.

Bræður voru samt sem ekki sáttir við að fara heim - gerðu það nú samt mótþróalaust.  Vildu svo fara út að hjola þegar heim kom.  Lofuðu hátíðlega að fara ekki heim til neins - ( ég gat ekki hugsað það til enda að upptjúnaðir bræður í sykurstuði enduðu inni á gafli inn á einhverju heimili )  Það þurfti svo að fara út að leita að bræðrum rúmum klukkutíma seinna - þeir fundust í nálægum garði, hoppandi á trampólíni. 

Ef ég væri sniðug þá myndi ég selja aðgang að nýrri líkamsþjálfun - "following my kids camp"  - ég gæti ábyrgst það að það færu nokkur kíló á viku  EF sá hinn sami myndi taka þátt í öllu því sem mín börn gera og hreyfa sig jafn mikið.    það væri kannski vænlegra til árangurs að ég tæki sjálf eins og tveggja vikna prógram og setti svo inn "fyrir og eftir " myndir !  Spái þí það þegar ég kem til baka frá Spáni.

Í dag var svo fjölskyldudagur i vinnunni minni - starfsfólk og börn hittist í húsdýragarðinum.  Frítt í garðinn, frítt í leiktækin fyrir börn og svo gott á grillið. 

Við vorum rétt kominn inn í garðinn þegar við hittum "the boss" sem umsvifalaust smellti armbandi á strákana þannig að þeir voru komnir með aðgöngumiða í tækin.  Og  - það þýddi að ekki spengilegur foreldrarnir máttu hafa sig alla við til að drengirnir myndu ekki stinga þá af.  Sem betur fer kom nú eitt  og eitt leiktæki sem var svo skemmtilegt að foreldrarnir höfðu möguleika að tylla sér niður og blása mæðinni.    Einum og hálfum tíma seinna tókst okkur að stoppa bræður nógu lengi til að tilkynna þeim að nú ætluðum við að hitta fólkið og fá okkur eitthvað að borða.  

Það passaði - flestir voru búnir að borða og sumir jafnvel farnir heim.  En við fengum nóg að borða.  Bræðrum fannst ekki nokkur ástæða að eyða of löngum tíma til að borða og voru roknir í næsta leiktæki  meðan foreldrarnir voru ennþá með fullan munninn af hamborgurum og pylsum.  Voru sennilega búnir að sjá það út að þau gætu ekki mótmælt á meðan GetLost

Við enduðum á því að heilsa upp á Regínu Ósk - ekki söngkonuna - heldur nýborinn hreindýrskálf sem er búsettur í húsdýragarðinum.    Veðrið var í kaldara lagi fyrir þá sem ekki hömuðust og hoppuðu í leiktækjunum en þetta var rosalega fínn dagur sem bræður ( já og líka foreldrar ) nutu alveg í botn. 

það hafði enginn lyst á grilluðum hamborgurum svo pabbi tók sig til og eldaði grjónagraut ! 

Skólaslit á morgun og svo þarf að leita á náðir ömmu í rauða húsinu til að gæta drengjanna. 

bless í bili - húsmóðirin sem er búin að þvo heilt fjall af þvotti OG brjóta það saman og ganga frá inn í skáp. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

32 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband