1.7.2008 | 22:21
Raunveruleikinn er mættur
til leiks - þvo, þrífa og fara í búð. - en viti menn - þetta hefst allt saman. Eldaði t.d. latabæjarsúpu í kvöld og ekki annað að sjá en að hún rynni bara nokkuð greiðlega niður í mannskapinn. Þó svo hamborgarar, naggar, pizzur, spaghetti og franskar kartöflur hafi nú aðallega verið á matseðlinum á Spáni. ( hjá yngri kynslóðinni sko )
Það er ekki heilsusamlegt að vera íslenskur túristi á Spáni og borða 1-2 máltíðir á dag á veitingahúsum, mikið steikt og brasað og franskar kartöflur með ÖLLU. En svona til að draga aðeins úr þá er nú yfirleitt líka salat með, úr fersku grænmeti. Ég veit að ég var túristi á aðal túristastaðnum en ég hefði viljað sjá meiri spænskan mat og fjölbreyttari. ég var komin með þokkalegan leið á þessu fæði en bræður og pabbi voru alsælir.
Bræður eru búnir að mæta á tvær fótboltaæfingar síðan þeir komu heim og að sjálfsögðu í fullum skrúða. Nýjum ( að sjálfsögðu spænskum ) takkaskóm, með nýjar legghlífar og nýja markmannshanska. Engir smá töffarar. Svo skiluðu nýju fötin ( gerfigrasbuxur og hettupeysa merkt Grindavík ) sér í hús meðan við vorum í burtu svo bræður mættu í öllu nýju á æfingu. Algjörir töffarar.
Við fórum á ættarmót í Grímsnesið sl laugardag. Kíktum bara yfir daginn, húsmóðirin nennti engan veginn að pakka í nýjar töskur og fara í útilega þegar ekki var búið að ganga frá úr ferðalaginu. Eiginmaðurinn hefði alveg verið til í það en leyfði konu sinni að ráða enda voru þetta nú hennar ættingjar. Hann var frekar feginn að komast í sitt rúm á laugardagskvöldið. Bæði var veðrið ekki upp á sitt besta og þó svo það hafi verið rosalega gaman að hitta fólkið þá var hálfgerður losarabragur á þessu öllu, engin dagskrá og margir bara í sínu horni.
Bræður skemmtu sér vel - voru mikið í fótbolta - léku sér við ömmu og afa - fengu að fara í tölvuleik í Helguhúsi og höfðu nánast ótakmarkaðan aðgang að gosi, snakki og súkkulaðikexi. Dagurinn endaði samt illa fyrir SÁ. Hann ætlaði að hlaupa og kveðja ömmu sína en sá ekki stagið á tjaldinu og skarst eða brenndi sig á hálsinum þegar hann hljóp á það. Nú skartar strákur 10-12 cm löngu sári á hálsinum - lítur út eins og einhver hafi bruðið hnífi á hálsinn. Ég vona bara að það komi ekki varanlegt ör !
Bræður hafa ekki enn farið í fráhvörf eftir alla gosdrykkjuna úti. Ekki pabbinn heldur eftir alla bjórdrykkjuna Ég ætlaði nú svei mér að drekka mun meira rauðvín en ég gerði en það bara gekk ekki upp. - ætla til læknis og láta rannsaka mig.
Norski bróðir og norska mágkona verða bráðum herra Norski bróðir og Frú Norska mágkona. Ætla ekki að gefa þeim kristalsglös í brúðargjöf. Held þau yrðu ánægðari með gjafakort á Kentökkí Fræd Tjikken ( sem yrði þá að notast á Íslandi þar sem KFC er ekki til í Norge )
gott í bili - Húsmóðirin sem er komin í sumarfrí.
Um bloggið
kona á besta aldri
32 dagar til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.