Úti á kvöldin

Bræður eru glaðir og ánægðir með að vera í sumarfríi.  Kunna vel að meta það að vera ekki vaktir eldsnemma á morgnanna og dýrka það að fá að vera úti eftir kvöldmat.  Það er samt eins og þeir nái þessu ekki alveg, að vera í sumarfríi sko.   Á morgnanna er ég annaðhvort spurð að því hvort það sé skóli í dag eða hvort barnatíminn sé byrjaður.  Woundering 

Bræður fóru út eftir kvöldmat ( fisk og kartöflur )  pabbinn skellti sér í bað meðan mamman dormaði ( og sofnaði yfir sjónvarpinu )  Rétt fyrir kl 22 ákvað ég þó að fara út og leita að bræðrum - það væri kominn tími til að fara inn.  Þeir fundust hoppandi á tramplíni hjá kunningja í nálægum garði.  Voru ekki alveg tilbúnir að koma heim og SÁ tilkynnti að hann ætlaði að koma heim klukkan 12 Halo  Ég hélt nú ekki !  Þegar heim kom mölduðu bræður aðeins í móinn þegar mamma tilkynnti þeim að strákar maður fengi ekki bæði að vera lengi úti á kvöldin og kvöldsögu.  Þeir voru komnir upp í rúm rúmlega hálf ellefu og það liðu ekki margar mínútur þar til báðir voru sofnaðir.SleepingSleeping

Hávaði og læti framundan á morgun - það er nefnilega verið að skipta um járn á þakinu og þaðan hafa bæði borist hamarshögg og fótatak í dag.  Ekki mjög friðsælt.

Eigið góðan dag á morgun - ég stefni á það.  Fer kannski með bræður í sund ef ég nenni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband