6.7.2008 | 23:42
Erfiðir foreldrar
Enn og aftur fær maður þennan stimpil frá afkvæmunum og enn og aftur er það út af tölvuleikjum. JA skellti þessu framan í mig áðan þegar klukkan var komin 15 mínútum fram yfir leyfilegan útivistartíma í kvöld. Þegar bræður voru ekki komnir heim fór ég út að leita og fann þá fljótlega í nálægum garði - ekki á trampolíninu samt. Leikfélaginn þar þótti ég greinilega fullströng og spurði hvort þeir ætti virkilega að fara strax að sofa . Ég sagði að það væri ekki alveg svo strangt en að þeir ættu að koma heim núna. " Af hverju ?" spurði leikfélagi. "Af því ég segi það" sagði ég og honum þótti það greinilega nógu gott svar, allavega spurði hann einskins meira.
JA var hins vegar ekki alveg sáttur við svarið og fór að spyrja áfram. Honum þóttu rökin " mamma ræður" ekki duga fullkomlega og tilkynnti mér að foreldrar væru erfiðir. Reyndar ekki allir foreldrar " bara þið ". Ég spurði hann hvort hann vildi þá ekki bara finna sér aðra foreldra og hann tók ágætlega í það - sagðist ætla að eiga heima hjá Rxxxxx vini sínum því þar fengi hann að ráða hvenær og hversu lengi hann færi í tölvuna Hann kom nú samt með mér heim og er sofnaður í sínu rúmi - ég spyr hann betur út í nýju foreldrana á morgun.
Áttum annars ágætan dag í dag - fórum í sund og svo í kaffi og kökur til ömmu. Nammi nammi namm. Fengum reyndar þær döpru fréttir að lítil hetja (bekkjarfélagi JA) hefði tapað baráttunni við krabbameinið sem hann glímdi við. Kæri vinur - blessuð sé minning þín og megi Guð almáttugur styðja fjölskyldu þína og vini.
Enduðum svo kvöldið á Jútúb - kíkjum stundum saman á Jútúb og horfum á skemmtilega tónlist eða eitthvað fyndið. Þetta sló í gegn hjá bræðrum í kvöld.
Góðar stundir - húsmóðir í sumarfríi
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.