9.7.2008 | 01:27
Fluttir að heiman ?
Ég hélt í dag að bræður væru fluttir að heiman. Þeir mættu á fótboltaæfingu í morgun, meira að segja of seint þar sem það er gífurlega erfitt að vakna á morgnanna og bræður sjá ekki neina ástæður til að flýta sér, dorma áfram í rúminu, leika sér eða skoða bækur.
Eftir hádegismat fóru bræður út " megum við leika við A " var spurt og ég sagði já. Klukkan varð tvö og klukkan varð 3 - ekki sáust bræður en hins vegar kom ein mamman að leita að syni sínum ( sem heitir ekki A ) Sagði að bræður ásamt fleiri vinum hefðu verið heima hjá henni en henni ofbauð hávaðinn og sendi hersinguna út.
Klukkan varð 4 og klukkan varð 5 og hvorki sást tangur né tetur af bræðrum. Ég hafði svo sem ekki stórar áhyggjur en samt - það er nú allt í lagi að stimpla sig inn heima hjá sér öðru hvoru. Klukkan varð 6 og þá heyrðist kunnuglegt hljóð fyrir framan eldhúsgluggan - "skrans" á mölinni á bílaplaninu og svo einfalt fótatak í forstofunni. Þar var SÁ einn á ferð og búinn að fara á eina 5 til 6 staði yfir daginn. Hann hafði töluverðar áhyggjur af bróður sínum " sem væri búinn að vera svo agalega lengi í burtu" en ég kyrrsetti hann heima. Hann var svo sendur til að sækja bróður sinn rétt fyrir 7 og bræður skiluðu sér í hús rúmlega 7. Kvöldmaturinn farinn að kólna á borðinu
Bræður fengu svo að fara út eftir matinn og áttu að koma heim klukkan 9. Annar þeirra skilaði sér heim rétt fyrir níu en hinn lét bíða eftir sér í klukkutíma í viðbót. Ef ég hefði ekki verið svona upptekin að horfa á heimildaþátt á RÚV um þróun fjölburafóstra í móðurkviði þá hefði ég að sjálfsögðu löngu verið farin út að sækja kauða.
Ég kann þetta ekki - vera ein heima á daginn. Finnst þetta fínt í aðra röndina en hef ekki vanist þessu ennþá.
Annars fékk ég skemmtilega heimsókn í dag - eina mömmu og tvö börn sem voru bæði dugleg að spjalla og leika sér.
JA átti eitthvað erfitt með að sofna í kvöld - þó svo hann væri dauðþreyttur. Þetta gerðist stundum hjá honum þegar hann var lítill 2-3 ára. Þá var oftast nóg að taka hann í fangið og láta fara vel um hann í mömmufangi, setjast í stofusófann og helst vefja hann inn í teppi. Oftast sofnaði sá stutti í fanginu á mér eftir nokkrar mínútur. - Þetta ráð virkar enn - í örlítið breyttri útfærslu. Það er ennþá gott að koma fram og kúra undir teppi hjá mömmu, þó svo maður sé að verða 7 ára og meira en meter á lengd. Við spjölluðum smá stund og strákur segir mér að honum langi til að eiga vekjaraklukku sem hann hafi inni í sínu herbergi. Strákur varð glaður þegar mamma sagði að hann væri alveg nógu stór til að eiga vekjaraklukku fyrir sig og við urðum ásátt um að hann fengi vekjaraklukku þegar skólinn byrjaði í haust. Einu kröfurnar sem hann gerir til vekjaraklukkunnar - hún á að vera kringlótt. - Það ætti að verða auðvelt að verða við því.
En nú er ég farin að sofa - dugar ekki að haga sér eins og unglingur og snúa sólarhringnum við - þó svo maður sé í sumarfríi.
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.