Koma krabbar í mann þegar maður fær krabbamein ?

spurði SÁ við kvöldmatarborðið í kvöld ?  Hann hafði lagt eyrun við kvöldfréttunum þar sem umræðuefnið var hjólreiðamaður sem greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum.

Ég gat svarað því neitandi ( meira að segja með alvörusvip á andlitinu ).  Annars er ekki skrítið að bræður spái í krabbamein þessa dagana - jafnaldri þeirra bræðra sem var með krabbamein var jarðsettur í gær. 

Við mæðginin drifum okkur í sund eftir hádegi ( það er gaman að fara í sund í rigningu ) og á leiðinni heim hittum við leikfélaga sem ákvað að koma með okkur heim.  Stuttu seinna bættist einn leikfélagi í hópinn í viðbót og strákar léku sér bæði úti og inni í góða stund.  Spurningin sígilda um leyfi til að fara tölvuna var að sjálfsögðu borin upp en var ( eins og venjulega ) svarað neitandi.   Þá ákváðu strákar að fara út og mér til undrunar fóru þeir út að leika sér - ekki heim til neins annars að fara í tölvu þar.   

Held að ég hafi fengið aukna tiltrú á "strákakynið" aftur - svei mér þá.

Bræður fengu að fara út eftir kvöldmat - verða væntanlega í betra skapi á morgun eftir góða útiveru í dag.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

30 dagar til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband