Útilegumenning eða ómenning ? Varúð þetta flokkast sennilega sem nöldurblogg

Það er útilega framundan - með veiðistangirnar að sjálfsögðu.  Á þessu heimili þýðir útilega næstum það sama og veiðiferð og allir sáttir við það.

Við vorum ekki dugleg að fara í útilegu fyrr en við keyptum okkur gamlan tjaldvagn fyrir rúmum tveimur árum.  Fórum í nokkrar útilegur og svo ferðalag um landið í fyrra en höfum ekkert farið á þessu ári.   Bætum úr því fljótlega.   

Útilegumenning ( eða ómenning ) íslendinga er dálítið fyndin.  Fyrst og fremst er það útbúnaðurinn - Ef það er tjald á tjaldstæðinu þá eru 99,6% líkur á að tjaldbúar séu erlendir.  Á þeim tjald- eða afþreyingarsvæðum á suðvesturhorninu ber að sjálfsögðu mest á nýjum, fínum, og stórum íverustöðum sem mörg hver eru með sjónvarp, tölvur og öll nauðsynleg heimilistæki. ( Eins og hárþurrkur og bakaraofna sem eru bráðnauðsynleg í útilegur )  

Ekki misskilja mig - ég hef ekkert á móti því að fólk eigi flottan útbúnað og vonandi er hver og einn ánægður með það sem hann á.   Sjálf er ég hæstánægð með minn gamla tjaldvagn.   En eins og íslendinga er siður og tíska þá verður allt að vera stærst, dýrast og flottast.  Spurning hins vegar hvort það þjónar einhverjum tilgangi öðrum en að vera flottari en fúll á móti.

  Við hjónakornin höfum sagt frá atviki sem henti okkur á stóru tjaldsvæði sl  sumar sem kannski útskýrir betur hvað ég er að fara :

Það var langt liðið á daginn, við búin að tjalda bæði vagni og fortjaldi, settum borð og stóla hins vegar út þar sem veðrið var mjög gott.  Bræður voru staðnir upp enda búnir að borða og voru að leika sér.  Við hjónin sátum hins vegar ennþá og snæddum í rólegheitum.  Þá heyrast drunur og dimmir yfir svæðinu.  Þetta var ekki þrumuveður heldur komu 3 farartæki akandi inn á svæðið,  það stærsta heljarstórt hjólhýsi sem var dregið af heljarstórum "pikköpp" jeppa.   Þessir aðilar voru greinilega í samfloti og mynduðu U þegar búið var að leggja.

Ferðalangarnir byrjuðu á því að sækja 2 "borð" ( samfast bekkir og stólar úr tré sem voru á tjaldsvæðinu og ætluð almenningi ) og færa þau inn í Uið .  ( Þegar maður kaupir nokkurra milljón króna hjólhýsi þá er ekki til afgangur fyrir útileguborði og stólum, það vita það nú allir GetLost )   Síðan hófst liðið handa við að tengja sig í rafmagn og það gekk að lokum.   Svo spáðum við ekkert meira í það.  Um klukkutíma seinna tökum við eftir að tveir af ferðalöngunum eru að skoða rafmagnatenglana, svo koma þeir til okkar og spyrja hvort sé í lagi með rafmagnið hjá okkur.  Við vorum búin að setja tengilinn í samband en ekki búin að kveikja á hitaranum ( enda var hann aðallega notaður rétt fyrir háttatíma til að hita svefntjaldið )  Þeir segja að rafmagnir hafi slegið út og eru að spá af hverju " Það eina sem er í sambandi er eitt sjónvarp og ein hárþurrka " ?  

Það kom reyndar í ljós seinna að rafmagnið hafði bilað á öllu svæðinu en Halló  - Þetta fólk var búið að vera á svæðinu í rúman klukkutíma - fyrir utan að það var angandi kaupstaðarlykt af blessuðum mönnunum  -  horfa á sjónvarp og þurrka á sér hárið.    Kannski var blessað fólkið að koma í Ásbyrgi í  34 skiptið og langaði ekkert að skoða umhverfið eða sitja úti og njóta góða verðursins.   Af hverju var það þá ekki bara heima hjá sér - að drekka áfenga drykki, horfa á sjónvarpið og þurrka sér um hárið.

Ég heyri að margir hundsa ákveðin tjaldsvæði þvi þar " er ekkert við að vera "   Heyrði af hópi fólks sem er að skipuleggja ættarmót ( útilega ) og margir setja það sem algjört skilyrði að þar séu leiktæki og eitthvað um að vera fyrir börnin.   Við skulum nú passa okkur á því að kynna náttúruna fyrir börnunum og setja þau í  annað umhverfi þar sem þau mögulega gætu þurft að leika sér sjálf.  Í versta falli gætum við þurft að gera eitthvað með þeim sjálf GetLost 

Þegar ég fer í útilegu þá finnst mér salernisaðstaða eiginlega nauðsyn en maður kemst af án þess. - rafmagn er munaður en gasið dugar líka alveg.   Ég þarf ekki að fara í sturtu daglega og ekki í búð.  Ég versla inn og undirbý mig fyrirfram, bý til nesti og grilla eða elda á gasi.  Ég vil ekki hafa verslun eða veitingastað á tjaldsvæðinu og alls ekki pöbb.  Best er að vera úti í, eða nálægt náttúrunni og það er algjör toppur ef það er lækur eða einhver spræna nálægt sem börnin geta leikið sér í  - vaðið eða hoppað í, búið til stíflur og skurði nú eða bara hent steinum út í.  Ég reyni að taka með nóg af fötum til  skiptana en skítastuðullinn á fatnaði er allt annar í útilegum en heima við.   Ef um lengra ferðalag en 5-6 dagar er að ræða þá er rosalega gott að geta sett í eina þvottavél.  Sundlaugar eru alls staðar svo það er ekki vandamál að þrífa sig þegar þörf er á.

Jæja, nóg nöldur í bili - er farin að hlakka til að sofa í tjaldvagninum

P.S  SÁ dreymdi illa síðustu nótt og kallaði á mömmu sína.  Þegar ég kom inn í herbergi til hans sat hann uppi í rúminu sínu og sagði mér að hann hefði dreymt ljótan draum.  " það var krókódíll að borða mig og hann bítti mig hérna " sagði stráksi og benti á mjöðmina á sér " En ég dó samt ekki " bætti hann svo við.  Lífið var svo betra þegar mamma var búin að hugga hann og knúsa, breiða yfir hann, kveikja ljósið á lampanum  og minna hann á að ljóti draumurinn væri farinn.  Strákur sofnaði fljótlega eftir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe við íslendingar erum mestu flottræflar sem finnast. Við erum búin að ferðast með 25 ára gamalt tjald fram að þessu og man eiginlega varla eftir að við höfum notað tjaldsvæði landsins mikið. Hoppuðum yfir tjaldvagna og fellihýsa tímabilið og fengum okkur blokk. Stór fjölskylda En ég er nú ekki alveg að skilja manninn minn að vilja endilega vera með sjónvarp í ferlíkinu. Góð bók er miklu skemmtilegri. Ég þarf endilega að fá hjá ykkur upplýsingar um veiðistaði. Þið hafið reynsluna.

Ella frænka (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 17:10

2 Smámynd: Húsmóðir

Þó þú eigir "blokk" þá var ég nú ekki með þig í huga þegar ég var í nöldurblogggírnum um daginn.  Enda veit ég að þú átt bæði útileguborð og stóla    og hefur farið meira um landið en margir aðrir.   Ég er líka næstum því viss um að þú tekur hárþurrkuna EKKI með þér í útilegur, svona að öllu jöfnu. 

www.veidkortid.is er málið ! 

Húsmóðir, 22.7.2008 kl. 15:49

3 identicon

Ég tók þetta ekki persónulega, finnst nöldrið bara fyndið og eiga fullan rétt á sér.

Ella frænka (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband