Átvögl

Frá því að bræður fengu fyrstu grautarskeiðina nokkurra mánaða gamlir hafa þeir haft góða matarlyst.  Annar bróðir þó sýnu betri en hinn. Svoleiðis er það enn.  kraftmiklir og fjörugir bræður með mikla orku og hreyfiþörf þurfa gott fóður og töluvert mikið af því á nokkurra tíma fresti svo hægt sé að komast yfir öll þau verkefni sem lífið býður upp á.  Bræður stækka og magnið sem þeir innbyrða eykst að sama skapi.  Okkur foreldrum þykir meira að segja stundum nóg um.

Ég hef stundum tautað yfir því að ég geri ekki annað í sumarfríinu mínu en að kaupa mat - ég er alltaf í búðinni.  Þetta eru viðbrigði frá daglegu lífi þar sem ég útbý einungis morgunmat og svo kvöldmat virka daga.  ( Nestispakkar bræðra eru efni í annan pistil )

Ekki nóg með að það bætist við þetta nokkrar máltíðir á hverjum degi heldur hefur það verið einkennandi fyrir bræður að það er ekki nóg fyrir þá að borða kvöldmat - þeir koma inn klukkan níu á kvöldin og eru þá oftast að sálast úr hungri. - þar er komin ein máltíð í viðbót.

Eftir kvöldmat í gær - nautakjöt og kartöflur sem bræður borðuðu ágætlega af - fóru þeir út að leika.  Þeir komu inn klukkan níu eins og venjulega og voru ekki komnir úr skónum þegar kunnuglegur söngur heyrðist úr forstofunni " ég er svo svangur "  ég bauð bræðrum meira kjöt  - sem þeir þáðu W00t  Þá vissi ég að þeir væru í alvöru svangir en þegar í ljós kom að kartölfur höfðu klárast þá breyttist matseðillinn í hafragraut ( skyndigraut frá Ora með eplum og kanil )  Bræður þáðu það og kláruðu það.  En það var ekki nóg svo strákar fengu sér sitthvora tvo bananana í eftirmat.  Þegar hr matargat gerði sig líklegan til að fá sér þriðja bananann þá sagði ég stopp.   Það var ok - allavega grét barnið ekki úr hungri þegar hann fór að sofa.

Hafragrauturinn bragðaðist það vel að hr matargat bað um hann í morgunmat í morgun. Smile  Gott mál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband