Snemma byrjar það - fótboltameiðsl

Annar sonurinn fékk spark í "kúluna" á ökklanum í fyrradag og búinn að vera hálf fótlama síðan.  fórum til læknis í gær og stráksi er bæði marinn og svo einhver tognun Pouty  Hann er þó farinn að staulast um og getur meira að segja hjólað þó svo hann sleppi því að fara á "stökkpallinn" sem nokkrir framtakssamir ungir menn komu fyrir í enda götunnar og er töluvert mikið notaður.

bóndinn búinn að lofa sér í vinnu um helgina ( fær aðstoð við smíðavinnu á þakinu í staðinn ) svo ekki verður um útilegu að ræða þessa helgina. 

Dreymdi mágkonu með stóra bumbu í nótt og svo bílveltu með 4 spariklæddum strákum (ca 8- 10 ára)  og væntanlega bílstjóra líka þó svo hann hafi lítið komið við sögu í draumnum.   Sem betur fer urðu engin slys á fólki.  Þið megið giska hvor draumurinn var skemmtilegri.  En kæra mágkona - af hverju átti ég að þegja um stóru bumbuna ?

Bakaði bananamöffins í fyrradag - bræðrum fannst þær góðar.  Ég get þó sagt að ég notað hluta sumarfrísins til að baka - við skulum hins vegar ekkert ræða um hversu stór eða lítill sumarfrísins var notaður til þess ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jah...ég er nú með nokkuð góða bumbu. Hún er reyndar mest full af mat og annað slagið bjór.

Það er sko ekkert leyndarmál ;)

norska mágkonan (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

kona á besta aldri

31 dagur til jóla

Höfundur

Húsmóðir
Húsmóðir

Mál dagsins

Áttu kolagrill ?

Matarblogg

Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum

  • Matarblogg
    www.mataraedi.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband