28.7.2008 | 14:52
Unglingar í dulargerfi ?
Er farin að halda að bræður séu unglingar í dulargerfi. Finnst við hæfi að fara að sofa um ellefuleitið á kvöldin og ef þeir fengju að sofa að vild svæfu þeir yfir sig á fótboltaæfingar sem byrja kl 10.45 á morgnanna. Annars er SÁ í fríi frá æfingum vegna meiðsla, hann haltrar um og hjólar eins og herforingi en ekki fótboltafær ennþá enda mælti læknir með hvíld frá æfingum í einhvern tíma.
Þar sem halti haninn var svo seinn á fætur í morgun fékk hinn bróðir lúxusmeðferð - var skutlað á æfingu. Annars reyni ég að gera sem minnst af því - hjóla frekar með þeim ef þarf að fara yfir margar umferðargötur. Ég fær þá hreyfingu út úr því líka.
SÁ tilkynnti að hann ætlaði út að hjóla þegar búið var að skutla bróður á æfingu og fara í innkaupaleiðangur. Þá var klukkan um hálf tólf. Hann hefur ekki sést síðan. Ég efast samt stórlega um að hann sé úti að hjóla ennþá - líklegra er að hann finnist heima hjá "leikfélaga" sem er með Play Station inni í herberginu sínu. Það fer samt í taugarnar á mér þegar börn eru ekki send heim í hádeginu. Ef það er leikfélagi hér á matartíma (hádegi eða kvöld) þá sendi ég viðkomandi heim og segi að hann skuli koma aftur þegar hann sé búinn að borða. Ekki það að ég vilji ekki eða tími ekki að gefa barni að borða - ég gef mér það að foreldri eða forráðamaður vilji vita hvar barnið er.
JA átti erfitt með að sætta sig við að bróðir sinn væri ekki heima - borðaði smávegis og var svo rokinn út áður en ég gat stoppað hann af ( finnst alveg lágmark að gefa fólki frið í matartíma ) og situr alveg örugglega við hlið bróður síns og horfir á Play Station.
Það styttist í sumarfríslok - síðasta vikan í sumarfríi. Verður fínt að koma sér í gírinn aftur en svo hefst sama vandamálið " hvað á að gera við bræður þar til skólinn byrjar" ? Kannski bara að galopna aðgang að báðum tölvum heimilisins, efast ekki um að bræður yrðu mjög sáttir
Um bloggið
kona á besta aldri
31 dagur til jóla
Mál dagsins
Færsluflokkar
Tenglar
Þetta les ég stundum
vinir og vandamenn
- Norski bróðir
- Sparnaðarráð hinnar hagsýnu húsmóður
- Heiðar
- Bærinn sem ég bý í
- Bærinn sem ég fæddist í
- Hristingsmælingar
- Dr Gunni
Matarblogg úr ýmsum áttum
- Flott og gott Skemmtileg síða sem ég rakst á fyrir tilviljun
- Eva Laufey Kjaran
- Matur sem vinnur gegn krabbameini
- Eldhússögur úr Kleifarseli Svakalega girnilegt
- Síðan hans Axels hjartalæknis
Matarblogg
Uppskriftir og hugleiðingar um mat úr ýmsum áttum
-
Matarblogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.